Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

föstudagur, febrúar 28, 2003

Ótrúlegt!! það er komið helgarfrí einu sinni enn!!!! Tíminn er svo fljótur að líða hér að það er með ólíkindum. Það gekk bara vel í þýskunámskeiðinu í dag.... skildi næstum allt og meira segja talaði svolítið... en ég get nú ekki sagt að ég sé farin að tala eins og heimamaður eins og nafna mín spurði okkur Möggu í meili.... en þetta er allt að koma. Það er samt ótrúlega freistandi að grípa til enskunnar en það má ekki alltaf!!
Ég er að fara í bíó í kvöld á The Ring brrrrrr það er kannski ekki´ráðlegt þar sem hún er horrormynd... en jú það er gaman. Damn ég frétti í dag að í kvöld væri spilakvöld í klúbbnum mínum.... það er svei mér kominn tími á tjútt með því liði, það verður stuð að hitta þau aftur. miss you "gæs"
Nú og svo á morgun er excursion í Landeskunde (kúrs í skólanum) og vitiði hvað... að skoða kirkju :-) Ég verð sennilega búin að skoða allar kirkjur í Vín í vor ;-) Mér finnst það mjög skemmtilegt. Nú og svo eru skíðin e viku og ég hlakka geeeeeeðveikt til :-) Vínarborg....full af lífi og alltaf eitthvað að gerast.
Þetta er Mæja sem skrifar frá Vínarborg hehehe hljómar eins og fréttapistladúd ;-)fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Haldiði að ég hafi ekki fundið kjólinn fyrir ballið í dag eftir skóla?? Jújú og fyrir rétt tæpan 4000 kall!! Nú er ég svo montin með mig, ha en reyndar er ég nú ekki alveg þessi dívutýpa...en ég held að ég verði bara að læra meiri söng og þá dett ég kannski í dívugírinn hehehehe. Nei en ég verð voða fín í nýja kjólnum mínum..´núna er ég líka komin með kjól fyrir brúðkaupið hjá Klemenzi og Margréti í sumar, tvær flugur í einu höggi....gott mál :-) Var að horfa á óperuballið í TV áðan..þar sem ég komst ekki á generalinn varð ég nú að sjá e-ð. Þetta er nú svaka flott en vá hvað þetta er mikið snobb!! og svo heiðursgesturinn var Spamela Hamderson hin barmamikla!!! (fyrir þá sem ekki horfa á Muppets þá á ég við Pamelu Anderson tíhíhíhí) Hvað var hún að gera??? Hmm já það er gott að vera númer í se og hör lífinu... held samt ekki...en nú svíf ég inn í austurríska draumaloftið..... ;-)
Jæja
Well well, komin aftur. Sídustu daga hef ég verid ad skólast audvitad!! Reyndar á tridjudaginnn var enginn skóli hjá mér thannig ad vid Magga og Melena notudum taekifaerid og skodudum fullt hér í Vín. Tad var mjög gaman og gott vedur..naestum thví vor thví thad var sól og allt.. núns er hins vegar kalt thad snjóadi pínu í morgun. En já thad sem vid skodudum var m.a. grafhysid í Stephansdom og thad var frekar ógedslegt af thví ad vid sáum bara beinagrindur í hrúgum tharna nidri og meira ad segja var búid ad stafla bieinunum upp eins og múrvegg!!! Creeepy finnst mér. Sídan skodudum vid 4 kirkjur og thaer eru svo fallegar hér..ég gaeti endalaust skodad thaer.
Naesta mánudag erum vid ad fara á voda fínt ball í Hofburg og ég tarf ad finna mér sídkjól ´núna á eftir....fer ad leita í second hand búllum ehehe. Helgin er bara ekkert plönud ennthá en thad verdur örugglega e-d stud eins og venjulega :-)...kemur allt í ljós...

fimmtudagur, febrúar 20, 2003

Eitt gamalt blogg sem ég gleymdi að birta...læt það vaða núna ;-)

Hmmmm thar sem ég er thrjósk eins og nautum einum er lagid thá aetla ég ad blogga pínu í tölvudruslunum hér í skólanum. Ég er nefnilega búin í skólanum í dag og er ad bída eftir Möggu thví vid erum ad fara í IKEA leidangur. Thurfum adeins ad kaupa í "systrabúid" en thad halda allir ad vid séum systur! Pínu skondid thar sem vid erum ekki mikid líkar :-)
Vid fórum í matreidslu í gaer ad gamni okkar og ég held ad thad hafi verid minn sídasti tími. Tharna voru nokkrar hraedur ad gera pönnukökur med alls kyns útfaerslum. Okkur var sídan bodid ad borda afraksturinn og thvilíkt og annad eins!! Pönnsur med spínati í adalrétt og pönnsur med rúsínum og vannilusósu í eftirrétt. Thetta var né ekkert sérstaklega gott en vid létum okkur hafa thad, eitt er samt víst ad ég fer ekki aftur!!! Thad vaeri kannski ágaetis sparnadur ad fara í matreidslu og borda einu sinni í viku en..... ekki thess virdi. Já og drykkurinn sem var med... thad var heimatilbúid te sem var ógedslegt!! Ferskum sítrónu og appelsínusafa blandad saman vid piparmyntu og hitad og thetta bragdadist eins og vont medal.


þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Jæja þessi dagur var mjög fínn... vaknaði of seint í skólann en það var í góðu lagi þar sem kennarinn mætti ekki tíhíhí ég hef örugglega fundið þetta á mér hehehe. Við erasmusnemarnir héngum bara á alþjóðaskrifstofunni í skólanum hjá Ilse og Renate sem eru Tolli og Temmi Vínar hehehe. Skrifstofan þeirra er setustofan okkar þar sem við fáum okkur kaffi og höfum það huggulegt :-)
Það var líka feitur tiltektardagur i dag á Erlachplatz, við ryksuguðum allt og skrúbbuðum og skúruðum...ekki veitti af!! Magga lenti í brjáluðu skúringakellunni sem kemur hér 1.sinni á dag að dreifa skítnum..hún skúrar ekki bara dreifir skít með sömu moppunni á 5 hæðum!! Frekar viðbjóðslegt, en hún náði semsagt á Möggu í gær þar sem hún var veik heima og kellan varð alveg stjörnuvitlaus yfir því að það var uppvask í eldhúsvaskinum!! Hvaða hvaða, við sem höfum alltaf verið duglegar í uppvaskinu!!! Meiri beljan þessi kelling, Magga var alveg snar við hana hehehehe gaman af því. Þannig að nú getur "Skúra" gamla ekki kvartað meir og hana nú!!
Annars er bara easygoing life hér í bloggi, e-maili og skjaldbökupóstskrifum. Já talandi um skjaldbökupóst þá fékk pakka í gær og þar á meðal var hið merka tímarit MANNLÍF og það var mjög gaman að glugga í það... Ása, þúsund þakkir fyrir það :-) Alltaf gaman að fá póst :-)
En nú ætla ég að kveðja á austurrískan máta með ísl framburði:
kússíkússí, ba baa ;-)

sunnudagur, febrúar 16, 2003

Hehehe komin aftur..ég hef bara ekki haft tíma til að setjast niður og skrifa...alveg satt :-) Sko síðustu dagar hafa farið í að komast almennilega í skólalífið hér og það er ansi skondið...mjög easy going allt saman sem er bara fínt hehehe. Það var Valentínusarparty hjá okkur á 5.hæðinni (á görðunum sem við Magga búum) í gær og það var rosalega gaman. Við fórum á diskótek eftir partýið, svaka stuð :-) Það er samt með ólíkindum hvað Vínarbúar gera á almannafæri... t.d. er alveg sjálfsagt að snýta sér VEL og MIKIÐ og skoða varninginn á eftir vandlega...í alvöru þetta er frekar ógeðslegt en svona er það nú samt. Og þetta endalausa kossaflens hjá pörum... það er ekkert eðlilegt hvað fólk gerir hér á almannafæri...ég held að fólk þurfi ekkert að hafa áhyggjur af því að ég komi með einn austurrískan heim því mér líst ekkert á svona kelerí hvenær og hvar sem er. Og hana nú!! Nú hljóma ég eins og gömul kelling en mér er alveg sama.
Svo er eitt algjör snilld... að vera í strætó eða undergroundinu og grínast e-ð því þá halda allir að maður sé e-ð geðveikur tíhíhíhí því venjulega situr fólk bara með skeifu og segir ekki neitt heldur hlustar bara á vininn í lestarkerfinu en það er sko alltaf maður sem segir hver næsta stoppistöð er...ágætis æfing í þýskunni að hlusta á það hehehe.
Já ég fór um daginn í spænskan hestareiðskóla sem er nú þekktur hér í Vínarborg og þar átti að vera hægt að sjá þessi spænsku hross gera einhverjar kúnstir en ég gat nú ekki séð neitt merkilegt við þetta! Þau töltu bara hring eftir hring og ef þetta er ekki túristasölumennska dauðans þá veit ég ekki hvað..annars var ágætis fílíngur að finna smá hestalykt ég segi það ekki en ég hefði viljað fá meiri kúnstir.
Svo fór ég á West Side Story um daginn og það var fínt, brilliant að fá miða fyrir 2 evrur þannig að það er um að gera að nýta sér það. Og í gær fór ég í bíó í fyrsta skipti með þýsku tali og það var frekar erfitt... ég hló bara þegar hinir fóru að hlægja án þess að ná alveg brandaranum....held að ég þurfi aðeins að ná betri tökum á þýskunni áður en ég fer aftur á talsetta mynd. Dagurinn í dag var síðan algjör letidagur... sem er nauðsynlegt svona inn á milli :-) Hmmm kannski er ég að gleyma einhverju en það kemur þá bara seinna en ég held að þetta sé ágætis pistill í bili.....

þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Nú hafa liðið nokkrir dagar síðan síðast...... búið að vera mikið að gera og enginn tími í hangs á netinu. Sko helgin fór í m.a. smá tjútt um götur Vínarborgar og algjöra afslöppun. Nú svo er ég að komast á fullt í skólanum þannig að nú er allt að gerast hjá mér. Það er skítakuldi hér í Vín og meira að segja snjóaði í dag!! BRRRRRRR og ég sem hélt að ég væri bara á leið í vorið..það er samt alveg að koma er ég viss um . Ég held að við Magga séum mjög heppnar með ERASMUS-hópinn okkar því við erum mjög mikið saman, bæði í skólanum og utan skólans sem er magnað því það er alltaf nóg að gera. Við erum t.d. að fara á West side story á morgun sem verður örugglega stuð... og svo erum við að plana valentínusarparty um helgina. hmmm en ætla að fara sofa....mússímúss

mánudagur, febrúar 10, 2003

Guten Tag. Nú er ég bara komin í skólann á fullu og er ad prófa tölvurnar hér..... og thvílíkt drasl madur!!!! held ad ég bloggi frekar thegar ég er komin heim aftur.... tövurnar i Thingvallastr. rokka feitt hehehe

fimmtudagur, febrúar 06, 2003

wellwell þessi dagur er búinn að vera ljúfur, þyskunámskeið til þrjú og svo bara afslöppun. Við skruppum í Óperuna að skoða með þýskuhópnum og ég verð aðeins að monta mig..... kannski fáum við að fara á general-óperuballið sem er heimsþekkt. Þetta er ball þar sem allir eru í sínu fínasta pússi og dansa Vínarvals að sjálfsögðu!! Daginn áður er generalprufa þar sem hægt er að kaupa sér miða fyrir ca 1200 kr. sem er ekkert því ódýrasti miðinn á ballið er ca 20000!!!!! Þetta er sko aðalfjáröflun óperunnar en dísús maður borgar ekki svona mikið fyrir eitt ball er það??? A:m.k. ekki fátækir námsmenn hehehe en það væri hins vegar magnað að fara á generalinn...svei mér ef það blundar bara ekki einhver smá snobbpúki í mér núna hér í litla herberginu á Erlach..þar sem við Magga búum hehehe og ég fílaða...
En mér finnst ég hafa gert mikið í dag..þ.e.a.s. búin að skrifa blogg í dag... þetta er nú bara svolítið gaman....en ætla láta þetta nægja. Bis später...

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Jæja nú er ég hálfnuð á þýskunámskeiðinu, sehr gut :-). Þetta er reyndar mjög stutt námskeið...bara vika en það er nú skárra en ekkert. VIð erum 17 erasmus-nemar í PEDAK, sem er skólinn minn. Mér líkst mjög vel á hópinn og við náum vel saman. Fórum á skauta í gær við Ráðhúsið. Þar er búið að setja svell fyrir framan en það er sko alltaf e-ð um að vera þar allt árið, jólamarkaður fyrir jól, Eistraum í jan - mars (skautasvellið) o.s.frv. Það var mjög gaman, liðið náttúrulega misjafnlega öflugt á skautunum og það er nú bara skemmtilegra. Svo er umhverfið svo heillandi við svellið því ráðhúsið er alveg risabygging og það er upplýst með allskyns ljósum sem skipta litum. Byggingarnar hér í Vín eru með ólíkindum.....ég gæti gengið hér um endalaust og skoðað húsin!!! Eg fór í dag með skólanum í safn, Histrorische Museum minnir mig. Þar er hægt að rekja sögu Vínar nánast frá A-Ö og það var alveg frábært. Gaman að fræðast um borgina og sjá hvernig hún þróaðist.

Við Magga fórum um daginn að skoða kirkjur með vini okkar sem býr á sömu hæð og við og þær eru líka mjög heillandi. Það er svo margt að skoða hér og kaffihúsin út um allt. Mamma var í gær að segja mér frá grein í mogganum þar sem fjallað var um kaffihúsin í Vín...ekki slæmt því þá getið þið sem eruð heima ímyndað ykkur aðeins hvernig þetta er ;-) ég þarf að finna kaffihúsið sem hægt er að fá nudd í hádeginu tíhíhí en það er víst hægt.
Jæja nóg af bloggi í bili.... ætla nú að reyna skrifa daglega hérna hehehe en það þarf sennilega aðlögunartíma þar sem ég er ekki sú duglegasta í skrifum...


laugardagur, febrúar 01, 2003

Hallú bloggsvæði. Nú er ég bara mætt í þetta blogglíf...kann nú ekkert á þetta en svei mér þá...held að þetta verði kannski bara gaman. Ég er semsagt stödd í Vínarborg..fyrir þá sem ekki vita og fíla mig vel þar. Byrja í skólanum á morgun, búin að skoða helling af Vínarborg eins og sannur túristi.
Dagurinn í dag var brilliant.. fór í sight-seeing í Óperuna, ótrúleg bygging!!! Fór með Möggu og eftir túrinn fórum við á café Sacher sem er með þekktustu súkkulaðiköku Austurríkis og mmmmmmmmm hvað hún er góð!! Nú þar sem við vorum búnar að vera svo menningarlegar ákváðum við að halda því áfram og fórum því að sjá óperuna e. Mozart, Töfraflautuna og borguðum bara u.þ.b. 500 kall!!! Já 500 kall í óperu...ótrúlegt en satt!! Og þetta var alveg frábært og pottþétt að ég á eftir að fara nokkrum sinnum í óperuna hér.
Well.. held að ég láti þetta nægja í bili..þarf að vakna í skólann á morgun og því gott að fara snemma að sofa :-) auf wiedersehen......