Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

föstudagur, febrúar 28, 2003

Ótrúlegt!! það er komið helgarfrí einu sinni enn!!!! Tíminn er svo fljótur að líða hér að það er með ólíkindum. Það gekk bara vel í þýskunámskeiðinu í dag.... skildi næstum allt og meira segja talaði svolítið... en ég get nú ekki sagt að ég sé farin að tala eins og heimamaður eins og nafna mín spurði okkur Möggu í meili.... en þetta er allt að koma. Það er samt ótrúlega freistandi að grípa til enskunnar en það má ekki alltaf!!
Ég er að fara í bíó í kvöld á The Ring brrrrrr það er kannski ekki´ráðlegt þar sem hún er horrormynd... en jú það er gaman. Damn ég frétti í dag að í kvöld væri spilakvöld í klúbbnum mínum.... það er svei mér kominn tími á tjútt með því liði, það verður stuð að hitta þau aftur. miss you "gæs"
Nú og svo á morgun er excursion í Landeskunde (kúrs í skólanum) og vitiði hvað... að skoða kirkju :-) Ég verð sennilega búin að skoða allar kirkjur í Vín í vor ;-) Mér finnst það mjög skemmtilegt. Nú og svo eru skíðin e viku og ég hlakka geeeeeeðveikt til :-) Vínarborg....full af lífi og alltaf eitthvað að gerast.
Þetta er Mæja sem skrifar frá Vínarborg hehehe hljómar eins og fréttapistladúd ;-)



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home