Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

sunnudagur, febrúar 16, 2003

Hehehe komin aftur..ég hef bara ekki haft tíma til að setjast niður og skrifa...alveg satt :-) Sko síðustu dagar hafa farið í að komast almennilega í skólalífið hér og það er ansi skondið...mjög easy going allt saman sem er bara fínt hehehe. Það var Valentínusarparty hjá okkur á 5.hæðinni (á görðunum sem við Magga búum) í gær og það var rosalega gaman. Við fórum á diskótek eftir partýið, svaka stuð :-) Það er samt með ólíkindum hvað Vínarbúar gera á almannafæri... t.d. er alveg sjálfsagt að snýta sér VEL og MIKIÐ og skoða varninginn á eftir vandlega...í alvöru þetta er frekar ógeðslegt en svona er það nú samt. Og þetta endalausa kossaflens hjá pörum... það er ekkert eðlilegt hvað fólk gerir hér á almannafæri...ég held að fólk þurfi ekkert að hafa áhyggjur af því að ég komi með einn austurrískan heim því mér líst ekkert á svona kelerí hvenær og hvar sem er. Og hana nú!! Nú hljóma ég eins og gömul kelling en mér er alveg sama.
Svo er eitt algjör snilld... að vera í strætó eða undergroundinu og grínast e-ð því þá halda allir að maður sé e-ð geðveikur tíhíhíhí því venjulega situr fólk bara með skeifu og segir ekki neitt heldur hlustar bara á vininn í lestarkerfinu en það er sko alltaf maður sem segir hver næsta stoppistöð er...ágætis æfing í þýskunni að hlusta á það hehehe.
Já ég fór um daginn í spænskan hestareiðskóla sem er nú þekktur hér í Vínarborg og þar átti að vera hægt að sjá þessi spænsku hross gera einhverjar kúnstir en ég gat nú ekki séð neitt merkilegt við þetta! Þau töltu bara hring eftir hring og ef þetta er ekki túristasölumennska dauðans þá veit ég ekki hvað..annars var ágætis fílíngur að finna smá hestalykt ég segi það ekki en ég hefði viljað fá meiri kúnstir.
Svo fór ég á West Side Story um daginn og það var fínt, brilliant að fá miða fyrir 2 evrur þannig að það er um að gera að nýta sér það. Og í gær fór ég í bíó í fyrsta skipti með þýsku tali og það var frekar erfitt... ég hló bara þegar hinir fóru að hlægja án þess að ná alveg brandaranum....held að ég þurfi aðeins að ná betri tökum á þýskunni áður en ég fer aftur á talsetta mynd. Dagurinn í dag var síðan algjör letidagur... sem er nauðsynlegt svona inn á milli :-) Hmmm kannski er ég að gleyma einhverju en það kemur þá bara seinna en ég held að þetta sé ágætis pistill í bili.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home