Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

fimmtudagur, febrúar 06, 2003

wellwell þessi dagur er búinn að vera ljúfur, þyskunámskeið til þrjú og svo bara afslöppun. Við skruppum í Óperuna að skoða með þýskuhópnum og ég verð aðeins að monta mig..... kannski fáum við að fara á general-óperuballið sem er heimsþekkt. Þetta er ball þar sem allir eru í sínu fínasta pússi og dansa Vínarvals að sjálfsögðu!! Daginn áður er generalprufa þar sem hægt er að kaupa sér miða fyrir ca 1200 kr. sem er ekkert því ódýrasti miðinn á ballið er ca 20000!!!!! Þetta er sko aðalfjáröflun óperunnar en dísús maður borgar ekki svona mikið fyrir eitt ball er það??? A:m.k. ekki fátækir námsmenn hehehe en það væri hins vegar magnað að fara á generalinn...svei mér ef það blundar bara ekki einhver smá snobbpúki í mér núna hér í litla herberginu á Erlach..þar sem við Magga búum hehehe og ég fílaða...
En mér finnst ég hafa gert mikið í dag..þ.e.a.s. búin að skrifa blogg í dag... þetta er nú bara svolítið gaman....en ætla láta þetta nægja. Bis später...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home