Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Jæja nú er ég hálfnuð á þýskunámskeiðinu, sehr gut :-). Þetta er reyndar mjög stutt námskeið...bara vika en það er nú skárra en ekkert. VIð erum 17 erasmus-nemar í PEDAK, sem er skólinn minn. Mér líkst mjög vel á hópinn og við náum vel saman. Fórum á skauta í gær við Ráðhúsið. Þar er búið að setja svell fyrir framan en það er sko alltaf e-ð um að vera þar allt árið, jólamarkaður fyrir jól, Eistraum í jan - mars (skautasvellið) o.s.frv. Það var mjög gaman, liðið náttúrulega misjafnlega öflugt á skautunum og það er nú bara skemmtilegra. Svo er umhverfið svo heillandi við svellið því ráðhúsið er alveg risabygging og það er upplýst með allskyns ljósum sem skipta litum. Byggingarnar hér í Vín eru með ólíkindum.....ég gæti gengið hér um endalaust og skoðað húsin!!! Eg fór í dag með skólanum í safn, Histrorische Museum minnir mig. Þar er hægt að rekja sögu Vínar nánast frá A-Ö og það var alveg frábært. Gaman að fræðast um borgina og sjá hvernig hún þróaðist.

Við Magga fórum um daginn að skoða kirkjur með vini okkar sem býr á sömu hæð og við og þær eru líka mjög heillandi. Það er svo margt að skoða hér og kaffihúsin út um allt. Mamma var í gær að segja mér frá grein í mogganum þar sem fjallað var um kaffihúsin í Vín...ekki slæmt því þá getið þið sem eruð heima ímyndað ykkur aðeins hvernig þetta er ;-) ég þarf að finna kaffihúsið sem hægt er að fá nudd í hádeginu tíhíhí en það er víst hægt.
Jæja nóg af bloggi í bili.... ætla nú að reyna skrifa daglega hérna hehehe en það þarf sennilega aðlögunartíma þar sem ég er ekki sú duglegasta í skrifum...


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home