Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

þriðjudagur, apríl 29, 2003

ansans....var vakandi til ca hálf 6 í morgun og átti ad maeta í skólann kl 10 og thá er ekki tími!!!! Hversu pirrandi er thad?! Thad var sko kvedjustund í gaer....snöktsnökt...frekar erfitt en Anna (swerige) og Sigri(holland) fóru kl 05 í morgun og sídan fara Kristof (belgía) og Anne (holland) í dag!!! Vid fórum thví allir erasmusarnir út ad borda og á irish pubbinn okkar í gaer, voda gaman en thad er samt alltaf erfitt ad kvedja.... ég amk tholi ekki kvedjustundir!!

Annars vorum vid med svaka party á lau...afmaeli mitt og Melinu (spáni) og líka sídasta alvöru partyid fyrir allan hópinn. 5.haedin á Erlach.. var bara trodin á tímabili...enda verkunin eftir thví!!! Thad vara eins og ég vaeri ad skúra gangstétt thegar ég var thrífa e party!!! Vidbjódur en reyndar alveg thess virdi thví thad var svo gaman hehehe

well thad fer ad lída ad naesta tíma.... gódar stundir, tharf líka ad fara skella mér út í sólina....thad er sko 23 stinga hiti og sól!!! Maaaaaaagnad ;-)

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Nú er bara að koma sér í gang í skólanum á ný eftir páskafrí ;-) Það var nú ekki mikið í dag... tveir tímar, gott til að byrja með. Annars er ég búin að vera í ýmsum framtíðarplönum núna...var að tékka á sumardjobbinu til öryggis og eins með tónó næstu önn og allt klárt. Ó mæ god...hef bara aldrei verið eins skipulögð og nú!!! Við erum alltaf að hlægja að því hvernig skipulagið er í herberginu okkar Möggu því hún er með allt í röð og reglu en ég... hmmmmmm svona skipulagt kaos hehehehe. En það er nú bara eins og ég er tíhíhíhí. Við vorum með svakafínt matarboð í gær, alltaf eitthvað... núna var Mette (Norge) að elda og það var alveg magnað. Held að mar þurfi nú að fara skokka eða e-ð því það eru endalaus matarboð hér hehehehe!

mánudagur, apríl 21, 2003

mmmmmmmmm þvílík snilld er páskaegg frá Nóa&Síríus!!!! Ég fékk málsháttinn "Flest allt það sem fer í kaf, flýtur upp um síðir" Mamma sagði nú að það ætti bara vel við mig.... hmmm sennilega rétt hjá henni, ég meina ég er nú á kafi í skuldum eða verð það amk þegar ég kem heim. En ég mun fljóta vonandi hægt og bítandi upp úr skuldafeninu þegar ég fer að vinna hehehehe vá smá spegúleringar í gangi!!!!!
Páskarnir voru bara fínir hér í Vínarborg... var sæl með páskaegg í annarri og "Ekta" harðfisk í hinni!!! Góð blanda hehehehe. Það vantaði samt almennilega mjólk til að renna niður páskaegginu... það klikkar sko aldrei!!!
Fyrsti erasmusinn fór í gær....snökt,snökt já það var pínu erfitt, skrítin tilfinning að kveðja fólk sem maður hefur kynnst ágætlega en á kannski aldrei eftir að sjá aftur..... en það er nú samt aldrei að vita.
Í dag var bara bongóblíða og við skelltum okkur í göngutúr í einhverjum garði hér í grenndinni.. voða fínt, síðan fór ég með Keisuke granna mínum á tónleika í Konserthaus, hlustuðum á Requiem e Berlioz. Þekkti það ekki fyrir en það var mjög gaman.... geggjuð hljómsveit og RISA kór. Það voru rúmlega 300 manns á sviði!!!! Jamms og fyrir þetta borgaði ég ca 850 kr...af hverju er ekki svona nemendagjöld á Ísl á alvöru sinfóníutónleika?? Kannski mar ætti að senda fyrirspurn í einhvern pólitíkusaflokkinn, svona á meðan ég finn út við hvað á að krossa...? Nei þetta er í alvöru geggjað að eiga kost á því að komast á flotta tónleika eða óperur fyrir einn bíómiða eða minna...pæliði í því!!!

laugardagur, apríl 19, 2003

Gleðilega páska öllsömul :-)
Nú fer að styttast í páskaeggið frá Nóa og Síríus hehehehe ljúft mar... ég og Magga erum sko búnar að horfa girndaraugum á íslensku súkkulaðieggin eða brotin... þau eru sko í méli en eiga nú örugglega eftir að bragðast eins. Hlakka til!!!
Sænska kvöldið í gær var "jette bra" sænskar kjötbollur og allskyns góðgæti verslað í IKEA var á borðum og allir skemmtu sér konunglega. Síðan kíktum við á einn írskan pöbb hér í nágrenninu og tjúttuðum þar undir morgun...
Dagurinn í dag var síðan bara í rólegheitum en alls engin þynnka í gangi sko... nei bara svona til að koma í veg fyrir e-n misskilning hehehehe.
Jæja nenni ekki meir.... hafið þið það gott snúllurnar mínar ;-)

föstudagur, apríl 18, 2003

Hehehe skondið í gærkvöldi....fór út með Kristof og Önnu erasmusum á pöbbarölt... hittum Helgu og fleiri Íslendinga og það fannst þeim algjör snilld. Þau töluðu um að þarna hefðu þau séð sanna víkinga á ferð.
Við vorum þarna ásamt Helgu og óperusöngvurum, ýmist nemum eða stórsöngvurum híhíhíhíhí eða amk hélt einn að hann væri risafiskur í bransanum og bauð alla drykki og spilaði sig stóran!! hehehehe ég ætla nú ekki að nefna nein nöfn en það var gaman að fylgjast með þessu. Hann var meira segja svo góður með sig að hann vildi ekki láta taka myndir af sér.... sennilega hræddur um að þær birtist í Séð og Heyrt hehehehe náði nú samt myndum, hmmm kannski get ég selt þær tíhíhíhíhí.
Erasmusunum fannst ótrúlegt að sitja við borð með Íslendingum þar sem flestir voru að læra óperusöng með ekki fjölmennari þjóð!

Nú er allt á fullu við undirbúning fyrir sænska máltíð...Elenor og Anna standa sveittar við undirbúning og ég ætti kannski að fara hjálpa til....

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Sól og blíða í allan dag og ég spókaði mig í blíðunni hér í Vín. Byrjaði á því að skreppa í IKEA með sænskum vinkonum en þær ætla einmitt að bjóða í sænskan kvöldverð á fös og þurftu því að verlsa t.d. kjötbollur og fl. Síðan fór ég til Helgu og Steina í kaffi, við Helga skruppum síðan aðeins á Keplerplatz í sólina til að fá okkur einn kaldan...sem urðu síðan aðeins fleiri í supermarket hehehe það er nú einu sinni páskafrí ;-) Skruppum síðan aðeins á kaffihús í kvöld.... semsagt allt í rólegum fíling hér....
Er farin að hlakka til að opna páskaeggið frá Nóa&Síríus...

þriðjudagur, apríl 15, 2003

Ja hérna hér!!! Nú er loksins komið vor með sól og blíðu!! Í dag var bara heitt úti og gott veður og verður sennilega næstu daga, það var nú líka kominn tími til hehehe. En síðustu tveir dagar hafa verið ágætis starfskynning sáttasemjara held ég. Við Magga vorum sko í fyrradag þvílíkt að reyna stilla til friðar hér hjá öðrum erasmusum. Svo fór Magga til Feneyja þannig að ég varð að halda áfram... gekk sæmilega en það er nú enn pínu þrungið andrúmsloftið hér þar sem liðið vill ekki leysa vandann með því að ræða málin...neinei bara vera hver í sínu horni og láta vandann stækka!! Flækjan er engin í rauninni en þetta er bara svona týpískt barnalegt rifrildi.... held að ég hafi bara fengið mjög góða reynslu í að stilla til friðar en það hljóta kennarar að þurfa gera ansi oft.
Annars er lífið bara rólegt hér, er í páskafríi og hef ekkert sérstakt á prjónunum, skrepp mjög líklega á tónleika eða e-ð.
Heyrðu og svo er bara kominn tími á að huga að kosningum.... fékk sko meil frá Jóni Arnari frænda mínum þar sem hann var að minna mig á að kjósa.... auk smá áróðri hehehehe. Ég lufsast nú sennilega til að kjósa en hvað hef ég ekki hugmynd um því ég er ekkert búin að kynna mér þetta!!! Virkar ugla sat á kvisti tvisvar? Tíhíhíhí gerði það sko fyrst þegar ég kaus!!! Nei ætli ég kynni mér þetta ekki aðeins..
Ég borðaði ansi skondinn kvöldmat í kvöld..ættaðan frá Grikklandi! Leit furðulega út, bragðaðist ágætlega en þó vantaði eitthvað. Þetta var svína og nautahakk blandað saman við allskyns gums og síðan rúllað inn í hvítkál!! Allaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Salatið sem var með var mjög próteinríkt... innihélt maura en þeir eru nýjustu nágrannarnir hér á Erlachplatz!!!. Það er sko allt morandi í maurum á 4 hæð og þeir eru nú eitthvað farnir að sýna sig hér á 5. hæð líka. Ég ákvað nú að borða ekki grannana, lét mér nægja hitt.

Já ástandið á Erlach er nú ekki upp á marga fiska... maurar út um allt og svo var elhúsvaskurinn sem og baðherb.vaskurinn stíflaður í 5 daga eða svo þannig að maður þurfti að hlaupa á milli eldhúsa til að vaska upp og tannbursta sig!! Og nú síðast í dag bilaði lyftan!! Hvað verður það næst?? Tíhíhíhí það er nú samt lúmskt gaman af þessu, ég á örugglega aldrei eftir að búa svona aftur..
Jæja best að koma sér í háttínn......

sunnudagur, apríl 13, 2003

Hallúúúú ;-)
Jæja enn og aftur er langt síðan síðast.... hehehe það er bara svo mikið að gera hjá mér að ég gef mér ekki tíma til að skrifa ;-/ Við Magga vorum sko í viku ferðalagi með skólanum í suður Tirol, komum í fyrradag heim.. geeeeðveikt gaman. Fannst samt frekar heimskulegt að vera 100% túristi að labba um skíðasvæðin, ÁN þess að fara á skíði!!!! Mein Gott, ég var mikið að hugsa um að tínast bara í einn dag og fara á skíði. Alparnir eru náttúrlega bara geggjað fallegir og öll litlu þorpin sem eru út um allt... þetta er allt svo krúttlegt..og fyndið hvað öllu er blandað saman í þorpunum. T.d er hótel á einum stað og við hliðina á því er bara bóndabær, fjósalykt og allt hehehe, bara hressandi :-)
Við sváfum í Innsbruck allan tímann en ferðuðumst á hverjum degi fullt. Þetta var ferð í Landafræði ( við fórum bara með tíhíhí) þannig að það var mikið verið að spá í landslaginu og svona. Við fórum til dæmis að skoða olíuborpall (nytjar jarðarinnar) og í Swarovski-verksmiðjuna (demanta-skart), mjög áhugavert. Í Swarovski-verksmiðjunni fengum við Magga óskipta athygli því það voru íslenskir dagar þar og fullt af myndum frá Ísl. og leiðsögukonan var alltaf að tala til okkar Íslendinganna ;-) ekki leiðinlegt.. sérstaklega þar sem nokkrir Erasmusar frá Hollandi og Belgíu eru alltaf að tala um hvað þeirra lönd eru æðisleg... en þarna var Ísland nr. 1!!!!
En nóg um það... við skruppum líka niður til Ítalíu og sáum þar "Ísmanninn Ötzi" athyglisvert safn þar sem hægt er að sjá mann sem fannst fyrir 12 árum í ölpunum og er talið að hann hafi verið uppi fyrir um 5300 árum!!! Og hann var þarna karlgreyið í frystiklefa..ótrúlega vel á sig kominn og allt hans dót. Þetta var mjög skrítið. Eftir Ötzi fórum við og fengum okkur pitsu...ekki mikið merkilegt nema hvað að ég held að ég hafi aldrei verið eins södd á ævinni...ekki einu sinni eftir jólasteikina!!! VIð þurftum að borða svo ógeðslega hratt að ég var að drepast á eftir!!! Hafði barasta ekki lyst á neinu það sem eftir var dags.

Hehehehe og talandi um mat...það var ekkert smá gaman hjá okkur Möggu á hótelinu í matartíma því við gátum alltaf fundið einhver tengsl við íslenskan mat :-) Apfelstrudelið var eins og vilko sætsúpa, kaese-smerreln eins og pönnukökur með 25 eggjum og flórsykri..grænmetisbökur sem voru eins og brunnið laufabrauð!!! Já og svo var alltaf sama súpan í forrétt í þrjá daga..nema mismunandi útfærslur hvern dag. Núðlur einn dag í súpunni, eitthvað kornfleks næsta dag og svo bara skellt rjóma í afganginn til að hafa þriðja daginn. Við Magga vorum sennilega ekki mjög kurteisar við matarborðið þar sem við hlógum eins og vitleysingar nánast allan tímann, ég meina hvað var hægt að gera annað???

Svo þegar við komum heim var bara farangri hent inn í herbergi og síðan drifum við okkur í Erasmus partý, allt í rólegum fíling enda búin að vera strembin vika á undan. Í gær fórum við síðan nokkur í tívolígarðinn hér í Vín (Prater) og það var geggjað gaman, smá adrenalíntripp og ég fílaði það.
Reyndar er fílingurinn hjá Erasmusunum ekki alveg nógu góður núna móralslega séð... við Magga erum að reyna að malda í móinn, vitnuðum meira segja í dýrin í Hálsaskógi...öll dýrin í skóginu eiga að vera vinir!!! En það er svona stundum einhverjir fáránlegir stælar sem kosta það að einhver er útundan og það ÞOLUM VIÐ EKKI!!!
Jæja ég ætla nú ekki að vera tuða um það hér... við erum amk að reyna ala þetta lið upp :-)
Nú er Magga að fara til Feneyja og ég ein heima í 3 daga....snökt,snökt
en segi þetta gott í bili.....

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Jæja ég er sest við skjáinn loksins... annars er ég mikið búin að vera á netinu í dag og spjalla við helling af fólki á msn. Það var rosalega gaman að hitta svona marga... tæknin í dag er svo ótrúleg en mögnuð!!
Lífið gengur sinn vanagang hér í Vín, skellti mér í óperuna áðan á La Traviata sem var mjög gaman. Skondið að við sáum sama skrítna manninn í kvöld í Staatsoper sem var líka í Volksoper þegar við fórum í feb. þangað!! Þessi maður er sko stór frekar feitur og með sítt reitt hár og ekki með neinn venjulegan kíki til að sjá á sviðið.... neinei bara næstum því stjörnukíki!!! En hverjar eru líkurnar á því að hitta hann aftur??? Dísús mar.. Vín er greinilega pínulítil borg!!
Magga fór ásamt fleirum Erasmusum til Póllands að sjá útrýmingarbúðirnar í (kann'ekki að skrifa það).. Auswich...athyglisvert en neiii hafði ekki áhuga á að fara, enda hálfgerð klikkun hehehe. Málið er að þau fóru í gær með næturrútu til Krakau og eru að koma aftur í nótt!!! Vá hvað þau eru dugleg.... ég dáist að þeim því ég myndi aldrei nenna þessu.
Ég veit að ég er svolítið eftrá en ég var nefnilega að hlusta á framlag okkar til Eurovision og líst bara vel á.... Go Birgitta!!! Þetta er svona ekta lag í Eurovision hehehe og ég held að við komumst langt. Og meira segja veðbankar líka....við erum bara ofarlega, hver veit nema við tökum þetta í ár...koma svo Ísland!!!
Jæja held að það sé sleepytime núna, ég vona að þið hafið það gott elskurnar mínar ég ætla að fara sofa.... Gute Nacht :-)