Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

laugardagur, mars 29, 2003

Vúbbala..... bara mætt á svæðið á ný... jæja ég var barasta í skólanum í gær allann daginn í þýsku og ljósmyndun...
Palli ljósmyndari má sko fara passa sig hehehehe. Nei kannski ekki en það er gaman að framkalla myndirnar sínar eða kannski þegar það heppnast.... mínar voru allar svartar í gær og ég ekki alveg með þolinmæðina í gangi, hrmpf, stuna.. (tekið úr andrésblaði tíhíhí) Annars var bara rólegur fílingur í gær bara farin að sofa um kl 23:30 sem er frekar óvanalegt á föstudagskvöldi en það var ótrúlega næs. Nú í dag var bara sól og blíða... ca 20 stiga hiti og fínerí. Ég fór í excursion í grafhýsi Setphansdom og einnig í grafhýsi Hofburg-konungsfjölskyldunnar.... hmmmm skil ekki alveg hvað er svona merkilegt við að skoða líkkistur og beinagrindur en ég er amk búin að sjá nóg af þeim í bili.. Eftir það var svo bara spásserað um V'inarborg í blíðunni og síðan hitti ég Rósu Kristínu og fjölsk. en þau voru einmitt hér í helgarferð í Vín, búa annars í Salzburg. Það var mjög gaman að hitta þau, fórum út að borða saman og höfðum það huggulegt. Nú er ég komin á Erlach.. heimili mitt og er á leiðinni í partý á 2. hæð (ég bý á 5. hæð) þannig að segi þetta gott í bili.... góðar stundir :-)

fimmtudagur, mars 27, 2003

Þá er það næsta ferð... tónlistardagar með skólanum í litlu sætu þorpi ca 2 klst frá Vín. Við bjuggum þar í kastala og stúderuðum tónlist í 4 daga. Það var stíft prógramm frá kl.9 til 21!! Mikið sungið og spilað og svaka fjör já og dansað - við dönsuðum eftir kvöldverð alls kyns skrítna dansa...bara fyndið. tíhíhí Fyrsti dagurinn var svolítið skondinn, málið er að stundum er ansi erfitt að skilja blessuðu þýskuna þar sem heimamenn tala með miklum dialekt og hratt. Þannig var það í fyrsta tímanum þar sem við fengum að vita stundatöflu o.s.frv. og við erasmusarnir 7 sem fórum með (ég og 6 frá Spáni) kinkuðum kolli þegar hinir gerðu það og þannig gekk það í smá stund þangað til að ég náði þræðinum... það var verið að kynna mig.... og ó mæ god!!! Haldiði að maðurinn hafi ekki kynnt mig eins og ég væri svaka píanisti og sópransöngkona??!! Mér var nú ekki alveg sama sko... roðnaði svo mikið að ég hélt ég væri að springa!! Sérstaklega þar sem ég er nú ekki búin að læra mikið en ég held að hann hafi gert þetta viljandi því hann gerði þetta við okkur öll, Rasmusana sko...
Nú við unnum mikið á daginn og svo var alltaf á kvöldin aðeins kíkt á barinn þar sem kennararnir buðu ;-) ekki slæmt það ha? Þannig að það var amk einn kaldur eftir langan og strangan dag ;-)
Svo er það þýskukúrs á morgun... stanslaust stuð...alltaf gott að vera komin heim en það er bara í viku því þá er ferð með skólanum til suður Tirol, Innsbruck og e-ð og að sjálfsögðu fer ég í það hehehe. Loksins fær flakkarinn að njóta sín ;-) Þetta er búinn að vera frábært hér og nú er ég búin að kynnast fullt af fólki héðan frá Vín og það er ekki verra.
Well bið að heilsa ykkur í bili hnoðrarnir mínir....góðar stundir.
Jæja góðan daginn
Komin aftur eftir reisu til Salzburgar og Graz og tónlistardaga í litlu þorpi :-) Jammjamm alltaf nóg að gera...og nú er tilvalið að segja ykkur aðeins frá síðustu dögum... Við Erasmusarnir fórum semsagt í ferð til Salzburgar og Graz fyrir viku, gistum í Salzburg eina nótt og fórum þá til Graz fram á sunnudag. Salzburg er voða krúttleg borg, svona ekta borg til að fara í rómantíska ferð :-) eða fyrir jólin því göturnar eru svo litlar og krúttlegar þar, mér datt bara í hug sena úr bíómynd.... Það er mjög fallegt þar og ég á eftir að fara þangað aftur til að skoða mig um, hefði viljað vera þar lengur en ég fer þangað fljótlega aftur í heimsókn til Rósu Kristínar og fjölskyldu ;-) og þá hef ég meiri tíma... ég hefði til dæmis viljað sjá safn Mozarts og svona... en við skoðuðum bruggverksmiðju- mjög menningarlegt mar!!! Var ágætt að fá frían bjór en það hefði verið hægt að gera meira.... annars var þetta fínt.
Nú svo fórum við til _Graz, og hún er mjög falleg. Það er líka frábært að ferðast í lest og sjá landslagið, alpana og alla kastalana og já bara allt!!! Graz er höfuðborg menningarlífs í Evrópu 2003 (hmmm eða eitthvað svoleiðis) og hún er mjög falleg, gaman að koma þangað. Við gistum á litlu hóteli sem var gott mál nema ég og Melina (frá Spáni) þurftum að vera í herbergi með sveittum erasmus frá Grikklandi. Fjúff mar.. hún er svakaleg!! Málið er að hún er hrædd við allt og náttúrlega hrædd við að fara í sturtu annars staðar en heima og hmmmm gellan fór ekki í sturtu í 4 daga!!!! og lyktin eftir því!!! VIð þoldum það svosum en ekki mikið meira en það. Get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera svona paranoid!!
´Síðasta daginn í Graz fórum við aðeins út fyrir borgina og upp í fjall. Það var frábært, löbbuðum um í skógi og í kringum stöðuvatn og borðuðum þar á veitingastað... voða kósí :-) Lentum í smá ævintýri...það gekk enginn strætó strax til Graz þannig að við löbbðuðum ca klst til baka til að ná strætó... þurftum nebblega að ná lestinni til Vínar!!! Það reddaðist allt saman og við komum hingað seinnipart sunnudags. Og þá var bara að setja í vél til að geta pakkað niður aftur......

miðvikudagur, mars 19, 2003

hurru þetta bloggdæmi er nú e-ð skrýtið!!! Annað hvort póstast textinn sem maður skrifar eða ekki og það fer í mínar fínustu taugar þegar e-ð gengur ekki eins og það á að ganga!!
Annars er barasta fínt hér í Vínarborg, las gamla Mogga og DV í dag á kaffihúsi, voða fínt að geta gert það hér og það skiptir engu máli þótt fréttirnar séu gamlar...alltaf gaman að fletta ísl. dagblaði. Það er held ég bara eitt kaffihús hér þar sem hægt er að lesa Moggann og DV eitt er betra en ekki neitt hehehe.
Við erum að fara eldsnemma í fyrramálið til Salzburgar með skólanum og þaðan til Graz. Það verður sennilega ekki leiðinlegt frekar en venjulega :-) Sú ferð er til sunnudags en síðan fer ég á mánudag með skólanum ég veit ekki hvert... e-ð út í sveit til föstudags, einungis til að læra, hlusta, flytja o.s.frv tónlist. Kennslufræði og allskyns!!! Þannig að það er frekar mikið að gera hjá mér núna þessa dagana og því ekki víst að ég verði nú mjög dugleg að bloggast á meðan...
Góð hugmynd að fara setja e-ð niður í tösku.hehehe
Góðar stundir....

mánudagur, mars 17, 2003

Ansans tölvudrasl!!! Var búin að gefa þessa fínu skýrslu og allt þurrkast út í staðinn fyrir að póstast!!!
Hmmm ég byrja þá bara aftur...
Ég var semsagt í skíðakúrs með skólanum í viku í Tirol. Geeeeeeðveikt gaman og mín er barasta orðin skíðakennari!!!! Jájá alveg satt...þurfti að taka munnlegt próf í skíðafræðum og verklegt próf og skilaði barasta fínum árangri. Og ég er ekkert smá stolt ;-) og montin með mig!! Egótrippið mitt í dag hehehe og ég fílaða..
Það var geggjað veður og nóg af snjó og mikið var nú gott að komast út úr borginni smástund... í rólega og ferska fjallaloftið...gæti ekki verið betra ;-)
Æi nenni ekki meiru núna þar sem allt þurrkaðist út áðan.... gengur bara betur næst...
bussi,bussi, baba ;-)
Jæja elskurnar mínar, ég er ekki hætt að skrifa...var bara í skíðaferð í Tirol :-) og er meira segja orðin skíðakennari!!! Takk fyrir!! Var semsagt í viku með skólanum að læra skíðatækni og þetta var sko ekkert frí... skíðað allann daginn og hlustað á fyrirlestra á kvöldin.. en það var alveg þess virði :-) Vikunni lauk síðan með munnlegu prófi og verklegu prófi sem ég stóðst bara með glæsibrag!! Ekkert smá stolt. Vúbbala smá egótripp í gangi hehehehe!!!
En þetta var mjög fyndið...fyrirlestrarnir voru auðvitað á þýsku en það sem verra var að kennarinn talaði með svo miklum dialekt að það var ekki nokkur smuga að skilja hann... amk. ekki fyrstu dagana. Við erasmusarnir sem vorum þarna kinkuðum bara kolli voða áhugasöm hehehe það virkar alltaf tíhíhí. Svo er alveg með ólíkindum þegar fólk er að reyna túlka á ensku, þá eru alltaf orðin sem maður kann þýdd!!! Alveg typical!! Og öll auðveldu orðin líka eins og vikudagar og tölur og svona!! Hehehe kannski af því að enskan er ekki voða góð hjá liðinu hehehe og þau að reyna gera sitt besta greyin.. æi það er nú krúttlegt af þeim
Ég er á leiðinni til Salzburg og Graz á fimmtudaginn með skólanum þannig að ég rétt tek upp úr töskunum til að þvo og pakka niður aftur.....GEEEÐVEIKT!!!

Og hvað er að gerast í þessum heimi??? Stríð alveg að bresta á, og e-r stórhættulegur lungnavírus að breiðast út (eða e-ð lífshættulegt amk)?! Ansans vesen alltaf hreint!! Ekki gott en mar vonar bara það besta... því eins og lagið segir....(og syngið þið nú með tíhíhíhí) always look on the bright sight of life blístur,(þögn), blístur,blístur, blístur hehehehe þetta var nú gaman... vá ég held að ég fari að sofa bara því ég bulla bara.......
bussi,bussi, baba

miðvikudagur, mars 05, 2003

Mikið að gera og allt í góðu gengi. :-) Var náttúrlega í skólanum í dag sem var fínt..og ég er komin á spjöld sagnanna um sofandi nemendur tíhíhíhí því kennarinn var að kenna fyrir hádegi í gær var barasta að gera grín af mér við aðra nemendur í dag!!! Og það besta er að honum fannst þetta bara fyndið hehehehe... það var ágætt að sofa undir þýska muldrinu!!!
Eftir skóla í dag náði Magga í pakka frá foreldrum sínum og þar var t.d. að finna harðfisk(mmmmmmmm) og alls kyns íslenskt nammi... ótrúlega ljúft, sérstaklega að fá harðfisk :-) Við skelltum okkur síðan í keilu áðan sem var mjög gaman og nú er bara að koma sér í háttinn. Gute Nacht meine Freunde ;-)

þriðjudagur, mars 04, 2003

jæja The Ring var nú ekki alveg eins hryllileg og ég bjóst við en samt góð!! Hehehe og rosalega getur fólk verið pirrað í bíó tíhíhíhí við vorum semsagt nokkur saman á meðan aulýsingarnar voru þá vorum við náttúrlega eitthvað að gantast. Og viti menn... það var þarna þurrprumpupar sem bara fór að rífa sig og þau voru virkilega með attitúd!!! hehehe það var nú bara til þess að við fórum að stríða þeim eins og smákrakkar ehehehe þau þoldu´ða!!!! En bara þegar auglýsingarnar voru sko... og pæliði í því að þegar myndin var búin þá snúa þau sér við og segja að við séum pain in the ass!!! Isss maður hlustar nú ekki á svona vitleysu.
Á lau var svo partý hér á Erlach, og það var barasta ágætis stuð. Svo í gær var aðalmálið... ball í Hofburg kastala!! Jájá það kom að því að fara nota nýja kjólinn :-) og ég gerði það barasta með stæl...kom heim passlega í skólann!!!
.....Vegna þess að ballið var til fimm og þá fórum ég og Melina frá Spáni í morgunverðarparty hehehe við urðum að taka allan pakkann því þetta er eitthvað sem ég á örugglega ekki eftir að gera aftur. Þetta var grímuball þannig að við vorum í síðkjólum og með grímu í stíl....alveg eins og í bíómyndunum....vínarvalsarnir spilaðir grimmt og allir að dansa með alls kyns serimóníum. Ég átti nú bara nóg með að lifa kvöldið af á skónum sem ég var á þannig að ég var ekkert að dansa... Þetta var voða gaman og ég á pottþétt eftir að lifa á þessu.... og verð nú að koma því að.....miðinn á mesta snobb-ball sem ég hef farið á var ódýrari en miði í Sjallann!!! Og með þessum miða fylgdi gjöf handa konum sem var rosa elegant silfrað hlulstur undir kort og minninsblokk fyrir innkaupin hehehe.
Skóladagurinn í dag var hins vegar ansi sybbinn!!! Var nánast sofandi fram að hádegi tíhíhií en það er allt í lagi....ég var nú einu sinni á balli í Hofburg!!!
Hurru og elsku Steini og Inga, til hamingju með litlu skvísuna...hlakka til að sjá hana.