Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

miðvikudagur, september 21, 2005

venjulegt líf!

Ég á erfitt með að skilja hvernig fólk fer að því að mæta í líkamsrækt um miðja nótt!! Skil ekki þessa klikkun, að fara í ræktina kl 06 eða eitthvað... ég á svoooo nóg með að mæta í kennslu kl 08:00!! Mér finnst meira segja að allir skólar ættu bara að byrja kl 08:15 öössss þvílíkur lúxus væri það!! Í haust hef ég nefnilega aðeins einu sinni afrekað það að mæta nógu tímanlega í skólann til að geta sest niður á kennarastofunni áður en skóladagur hefst.. annars er ég alltaf að hlaupa inn í skólann þegar bjallan hringir!! Góð fyrirmynd?? hmmmm maður spyr sig, kannski ekki en það er ekki mikið hægt að gera þegar maður er svokallaður seinnipartur eða það segir móðir mín kær stundum og víst er jú erfitt að kenna gömlum hundum að sitja!!!

Veit ekki samt... því að mæta of snemma ef á slaginu er nóg? Ég tel mig ekki vera neitt rosalega seina... ég meina það kemur fyrir að ég mæti eitthvert annað hvort á slaginu eða kannski nokkrar mín yfir... hver gerir það ekki? Piff of mikið "mæta nógu snemma fílingur" er of stíft fyrir mig hehehe

Fékk undarlegt sms um daginn frá einum gaur um hvað konur eru fullkomnar og frábærar og að karlar eru búnir til úr sniglum, hundaskottum og einhverju fleira undarlegu... síðan kom annað sms í kjölfarið og þar stóð að gaurinn væri eins og körlunum er lýst!?? Hvernig á maður að skilja það? eru menn yfirleitt þannig að hægt er að líkja þeim við skordýr, hundaskott (sem ég get ekki skilið að sé eftirsótt þar sem maður er ansi mikið nálægt skít) og eitthvað ennþá verra??? Tjahh ég veit ekki, veit hreinlega ekki!!

Það er sannarlega skrítið þetta líf!!

miðvikudagur, september 14, 2005

tjaaaah

jamms komin á fullt í kennslu og í tónó og byrja bara skrambi vel held ég bara! Er alveg ótrúlega öflug við að skipuleggja mig ( sem er nýtt fyrir mér) og fara eftir áætlunum... nema kannski í heilsuátakinu, það virðist ekki ganga nógu vel að fara eftir því plani!! Stunda samt líkamsrækt í huganum... ansans að það skuli ekki virka því þá væri ég meira megabeibið!!!
nú er kannski spurning um að standa sig í blogginu, en vantar bara eitthvað spennandi til að blogga um, er reyndar búin að bóka skíðaferð í febrúar sem mér finnst rosalega spennandi, þarf bara að finna leið til að fjárfesta pakkann.. en það reeeeeeeedast örugglega hehehe Ég ætla bara að lifa svooo ódýrt þangað til, gæti kannski bakað muffins og gengið í hús til að safna fyrir ferðinni ;-)

Jámm svoleiðis er nú það..