Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

mánudagur, nóvember 14, 2005

mjájá

Eg fæ reglulega gest til mín inn um gluggann, gulan ferfætling sem heitir Tumi..hann treður sér inn til mín í gegnum rimlagardínurnar og vælir á meðan.. eru kettir þrjóskari en allt??

Allnokkuð hefur drifið á daga mína síðan síðast.. ekkert sorglegt, allt meira skemmtilegt en hitt sem þýðir að ég hlýt að vera í góðum gír í skammdeginu. Það hefur nefnilega borið svolítið á því að fólk er að spyrja félaga sína "hvernig hefur þú það núna í myrkum nóvember?" Piff hvað er að? eins og það sé einhver stimpill á vetrarmánuði að vera neikvæður og þunglyndur?! Já nei takk!! Ef svo er þá hlýtur að vera erfiðara en ella að vera þunglyndur.. tjah nóg um það, held að ég sé ekkert í áhættuhópi, á meðan ég sé mér fært að fara á fætur á morgnana með svefndrukkið bros á vör þá er þetta í lagi.

Mér finnst dásamlegt að komast á skíði svona snemma í vetur, það er svo ótrúlega gaman að fara í fjallið og láta sig sjúbba niður og anda að sér fjallaloftinu. Þó jafnast auðvitað ekkert á við að vera á ALVÖRU skíðasvæði eins og í ölpunum en ég kvarta þó ekki, er hvort sem er á leiðinni í febrúar til Sölden í Austurríki þannig að ég er ekkert annað en sátt. Þegar ég var erasmus í Vínarborg fór ég á skíðanámskeið og lauk því með diplomu sem skíðakennari... jájá er nú ekki búin að kenna mikið á skíði en var þó aðeins að reyna á kennsluhæfileika mína í þeim efnum um daginn og hvað?? Die Schilehrerin Scandali er ekki alveg að standa sig þar sem nemandi minn datt og fótbrotnaði!!! hmmmm ég er kannski ekki á réttri hillu sem skíðakennari enda ekki mikið í þeim geira. Nemandi minn kemur nú kannski einhvern tíman aftur á skíðin en fyrst þurfa að líða 6 vikur í gifsi ( vúúúúúúps!!!!) við kannski skellum okkur á gönguskíði næst hehehe

Hvað skal gera næsta vetur? þessi spurning dynur á mér þessa dagana... ætla ég að vera hér áfram eða á að fara í framhaldsnám erlendis eða.... Allt á það eftir að koma í ljós, það er bara spurning um að njóta lífsins hvar sem maður er!!!