Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

þriðjudagur, september 30, 2003

trallallaaaaa það er svooo gaman hjá mér núna....Mette (frá Noregi) er í heimsókn og við Magga og hún erum alltaf að rifja upp skemmtilegar Vínarborgarsögur.... eiginlega var svo mikið að rifja upp og líka bara pínu erfitt ég meina okkur langaði bara að fara aftur snökt,snökt!! En við látum okkur bara dreyma í staðinn ;-)
Ansi skondið, í gær þegar við vorum búnar að ná í Mette, fannst okkur nú nauðsynlegt að eiga kaldan öl í ísskápnum svo við skelltum okkur auðvitað í 'ATVR og keyptum birgðir!!! Ég get svo svarið það... við fengum nú bara fílinginn eins og við værum alkar eða e-ð... að vera kaupa bjór fyrir hádegi á mánudegi því það var enginn í búðinni!!! Þetta hefði nú ekki verið stórmál í Vín.... oneeeei!!
Svo er nú planið að sýna vora fósturjörð, ætlum að fara Mývatnshringinn á morgun, kíkja út í Hrísey nú svo nátturlega Svarfaðardal og Dallas, á alls konar söfn og svona menningarlegt. Og náttlega STUÐMENN á föstudaginn...þvílík snilld að þeir skuli akkúrat vera þessi helgi því þá getum við sungið söng dýranna í Tirol þar sem við kenndum liðinu úti það snilldar lag ;-)



sunnudagur, september 28, 2003

jæja nú sit ég sveitt í tölvuverinu í Þingvallastræti yfir ritgerð!! Hún gengur bara bærilega finnst mér... og því tilvalið að fá sér smá pásu og blogga hehehehe. Ég fór í gær í gögutúr, þar sem ég var alveg að sofna ofan í lyklaborðið..... lenti nú í smá ævintýri þar, þurfti nú endilega að mæta manni sem ég vildi nú ekkert sérstaklega mæta!!! ER þetta nokkuð týpískt... ég þarna í joggaranum með hnjáförum og síðum rassi úti að labba, að ég hélt óhult, en neinei þarf svo ekki endilega að mæta einum svona jújú álitlegum og ég eins og hreppatuska!!! Iss er það ekki barasta fínt að sýna þessum gaurum líka að maður þarf jú líka að vera í joggaranum af og til og kannski ekki með alveg nýjustu greiðslu eða make-up???
En nú ætla ég að fara halda áfram við þessa blessuðu ritgerð mína... og þegar hún er búin.... eitthvað gott að borða ;-)

Bis später....

laugardagur, september 27, 2003

Úúúúfff mar!!!! er sko alveg að krebera yfir ritgerð sem ég er að reyna að búa til!!! það er alveg með ólíkindum hvað það gengur e-ð hægt...en hún mun mjakast hægt og bítandi fyrir skiladag (mánudag!!!)
Annars var ég nú í góðum fíling í morgun... ætlaði sko aldeilis að redda þessarri ritgerð í einum hvelli en það er eitthvað týnt úr hugmyndabankanum mínum...snökt
Skemmti mér annars konunglega í gær yfir Idolinu... hvað er fólk að hugsa??!! Ég meina maður fer ekki í margra klukkutíma biðraðir í þeirri von um að verða stórstjarna landans sem mun reglulega vera í se&hör!!! Og fyrir utan það allt saman.... ég meina að standa þarna fyrir framan dómnefndina....þetta er ekki hægt. Vissulega er ég algjör kjúklingur, ég meina sko ég myndi aldrei þora og svo náttlega ekki fara og fá einhverja BOBU (stafsett eins og einn ágætur idol-dómari myndi segja tíhíhí) yfir mig.
En það er alveg stórkostlega fyndið að horfa á þetta hehehe!!!!

Hmm jæja mér dettur nú ekki einu sinni neitt í hug til að skrifa hér... held að ég verði nú bara að fara og fá mér göngutúr í haustblíðunni og koma svo fílefld í ritgerð á eftir...

þriðjudagur, september 23, 2003

Hvað er þetta??!! Tíminn líður svo hratt að ég bara næ essu ekki!!! Fannst eins og ég hafi bloggað í gær þangað til nokkrir bentu mér nú á að ég væri ansk. slök við þetta. hmmmm verð að bæta úr því!! ;-)

'I dag er þriðjudagur og ég hata þriðjudagsmorgna... bara á milli kl 8 og 10 því þá þarf ég að skondrast í stæ hjá Nilla rúðustrikaðasta manni í heimi!!! Það er ekkert eðlilegt hvað hann er rúðustrikaður... hann er alltaf eins, hárið greitt í fleygboga, alltaf í rúðustrikaðri peysu með beinni línu á og svo talar maðurinn eins og gaurinn í nýjasta tækni og vísindi....þið vitið eins og vélmenni!!!! Hvernig er þetta hægt, ég bara spyr?? úff ég er svooooo þakklát fyrir það að vera stærðfræðiskussi því þá er ég ekki í neinum rúðustikuðum áhættuhóp hehehehehe. Komst nú vel að því í sumar þar sem ég var að þjóna stærðfræðiplebbum á stærðfræðiráðstefnu (hrollur við tilhugsun) Þar voru allir stæ-plebbar landans og þeir gátu nú ekki einu sinni sleppt því að tala um e-ar hundleiðinlegar formúlur svona rétt á meðan þeir voru að borða... fóru bara að reikna á servíetturnar!!! OG þegar það var nú skálað fyrir stærðfræðinni.....ég var nú barasta næstum því búin að missa fullan bakka af glösum í gólfið! MAÐUR SKÁLAR EKKI FYRIR STÆRÐFRÆÐI!!!!

Úff nóg um það... ég verð að fara drífa mig að klára vinnuna og skondrast síðan í tónó til að syngja eins og eina ítalska aríu í samsöng...amk reyna það hehehe


laugardagur, september 13, 2003

Komiði sæl ;-)
Það er nú orðið ansi langt síðan ég blogga...... en það er nú kannski í lagi að taka smá breik er það ekki???
Nú er barasta Eddan búin (hótelbissnessinn) og skólinn byrjaður á fullu og ég í nýju vinnunni á bókasafninu...skrítinn fílingur að vera komin aftur í skólann... ég sakna Eddufílingsins ótrúlega mikið...ótrúlegt en satt!!! Þetta sumar var bara ansi skemmtilegt sérstaklega á milli vakta hehehehe og starfsmannafundirnir klikkuðu aldrei!!!
Er einmitt núna í vinnunni á bókasafninu og það er bara mjög rólegt andrúmsloft og lítið að gera..

Ég hef nú ekki frá miklu að segja núna nema kannski að mig langar aftur til Vínar!!!!! Sérstaklega þar sem ég var að miðla reynslu minni til skólasystur minnar sem er að fara e áramót á sama stað og við Magga vorum snökt, snökt og mig langar með!!! Annars erum við Magga að reyna finna e-ð ódýrt flug til Vínar í des, langar að skella okkur í heimsókn e prófin... váááá hvað það yrði geggjað mar!!

Hmm annars er allt með kyrrum kjörum hér hjá mér... búin að fara í réttir "in my home valley, Svarfaðardalur" og að sjálfsögðu á hið sívinsæla gangnaball og skemmti mér bara vel ;-)

EN nú er kominn tími til að loka safninu og fara út í góða haust veðrið ;-)