Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

þriðjudagur, september 23, 2003

Hvað er þetta??!! Tíminn líður svo hratt að ég bara næ essu ekki!!! Fannst eins og ég hafi bloggað í gær þangað til nokkrir bentu mér nú á að ég væri ansk. slök við þetta. hmmmm verð að bæta úr því!! ;-)

'I dag er þriðjudagur og ég hata þriðjudagsmorgna... bara á milli kl 8 og 10 því þá þarf ég að skondrast í stæ hjá Nilla rúðustrikaðasta manni í heimi!!! Það er ekkert eðlilegt hvað hann er rúðustrikaður... hann er alltaf eins, hárið greitt í fleygboga, alltaf í rúðustrikaðri peysu með beinni línu á og svo talar maðurinn eins og gaurinn í nýjasta tækni og vísindi....þið vitið eins og vélmenni!!!! Hvernig er þetta hægt, ég bara spyr?? úff ég er svooooo þakklát fyrir það að vera stærðfræðiskussi því þá er ég ekki í neinum rúðustikuðum áhættuhóp hehehehehe. Komst nú vel að því í sumar þar sem ég var að þjóna stærðfræðiplebbum á stærðfræðiráðstefnu (hrollur við tilhugsun) Þar voru allir stæ-plebbar landans og þeir gátu nú ekki einu sinni sleppt því að tala um e-ar hundleiðinlegar formúlur svona rétt á meðan þeir voru að borða... fóru bara að reikna á servíetturnar!!! OG þegar það var nú skálað fyrir stærðfræðinni.....ég var nú barasta næstum því búin að missa fullan bakka af glösum í gólfið! MAÐUR SKÁLAR EKKI FYRIR STÆRÐFRÆÐI!!!!

Úff nóg um það... ég verð að fara drífa mig að klára vinnuna og skondrast síðan í tónó til að syngja eins og eina ítalska aríu í samsöng...amk reyna það hehehe


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home