Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

þriðjudagur, júní 10, 2003

Ansi mikið að gera þessa dagana...styttist í heimferð og svona og þá þarf að nota hverja sek í öll skemmtilegheitin hér í Vín. ;-)
Á föstudag var fastaborð hjá Íslendingunum og að sjálfsögðu fórum við Magga, Helga og Steini þangað og hittum fullt af fólki, allir í svaka stuði, við vorum að syngja Stuðmannalög og svona....sannir íslenskir víkingar á ferð drekkandi mjöð hehehe
Svo var heimferðin alveg mögnuð.... þar sem Helga er skáti í húð og hár þá varð hún auðvitað að gera eitt góðverk :-) við rákumst á einn þreyttan Vínarbúa sem lá þarna á gangstétt bara eins og hún væri fínasta rúm! Fyrst leist Helgu nú ekkert á að labba þarna framhjá en snerist hugur fljótlega og ákvað að skella manninum í læsta hliðarlegu og hringja á lögguna....eitt sinn skáti,ávallt skáti ;-) tíhíhí

Laugardagurinn var líka skemmtilegur... afmæliskaffi hjá skátanum þar sem Steini stóð sig eins og hetja í eldhúsinu, hann átti ekki í erfiðleikum með að töfra fram kræsingarnar maður. Horfðum á ógeðslega leiðinlegan landsleik...Ísl-Færeyjar, djöfull er íslenska landsliðið lélegt!!!! Iss nenni ekki að tala um fótbolta hér en um kvöldið var svo aðeins partýast hjá Helgu ásamt Steina, Hjálmari, Keisuke, Boban og okkur Möggu.

Sunnudagur.
Allir í sólbaði úti á svölum...en það er fínt að sitja þar í mollunni, sérstaklega nývöknuð og fín og ræða heimsmálin :-) Fórum líka í túristafíling að skoða aðeins Vín og svona. En það þarf líka að fara á línuskauta og það gerðum við Magga, Helga og Keisuke heldur betur, skautuðum í 2 1/2 tíma og svitnuðum ansi mikið!! Við fórum á Dónáinsel og skautuðum ótrúlega langt og lentum í ýmsu. Fyrst var þetta nú bara venjulegt, fullt af fólki að hjóla eða skauta, síðan komum við á svæði þar sem varla var hægt að skauta fyrir tyrkjum og sígaunum að grilla og allt í einu vorum við bara komin á nektarnýlendu!!! Þar var fullt af gömlu fólki með skósíða rassa bara eins og það fengi borgað fyrir það. Við reyndum nú bara að koma okkur þarna burtu við fyrsta tækifæri og skelltum okkur yfir brú á hinn bakkann. Þar var aðeins skárra... Ég fékk mér eina flugferð í grasið hehehe skautaði á stein og tókst á loft. Það gerðist samt svo hægt og ég var þarna að reyna að detta ekki en fór svo beint í brenninetlur og rispaðist aðeins hehehe en það var nú ekkert, við skellihlógum að þessu öllu saman.
Sveitt og klístruð komum við siðan Erlachplatz að undirbúa kveðjupartí okkar Möggu. Jamm eitt partýið enn hehehe. Það var náttúrlega magnað.. skelltum okkur upp á þak og horfðum á sólarupprás og að lokum enduðum við á svaka vatnsslag þannig að hæðin var á floti. Það er nú ekki verra að leggja hæðina reglulega í bleyti því það er allt svo skítugt hér hehehe.
Gærdagurinn var svo bara rólegur... fórum á Burger King í Chicken wopper mmmmmmm rann ljúflega niður. Nú og svo var bara að fara pakka!!!! Við verðum víst að feisa það að við erum að fara heim e 2 daga í kuldan á fróni. Ljúft að koma heim en ljúft að vera hér líka!!
Best að halda áfram að pakka og fara svo að vikta herlegheitin til að passa að vera ekki með yfirvigt..sendi frekar í pósti því það er helmingi ódýrara híhíhí...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home