Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

miðvikudagur, maí 14, 2003

hmm langt síðan ég hef sest við skrif...sem þýðir bara mikið að gera ;-) Best að rifja upp síðustu viku hehehe. hmmm á laugardaginn fór ég með Terese "æfingakennara" ásamt fleiri nemendum til Klosterneuburg í svaka skoðunarferð!! Það var skondið að koma þangað því það er eins og mar sé bara komin langt út fyrir Vín og jafnvel til Ítalíu eða e-ð. Það er allt út af byggingastílnum sko...hehehe Terese var sko gangandi sögubók um byggingalist og sögu Klosterneuburg, skildi nú ekki alveg allt en kinkaði bara kolli tíhíhí. Við gengum þarna um og fórum inn í "stiftung" risa kirkja og kastali og þar fórum við inn í alla króka og kima, hún fékk barasta lykla af öllu dótinu. Það var mjög áhugavert, fullt af kapellum og herbergjum og svo allt í einu lentum við á þessum líka fínu tónleikum!! Jájá við fórum bara bakdyramegin inn þar sem prestarnir ganga um!! Hún hafði master-lykil að öllu og hikaði ekki við að smygla okkur inn!!
Tónleikarnir voru mjög áhugaverðir, barrok-tónleikar með fullt af barrokhljóðfærum sem ég hef aldrei séð áður..bara hlustað á og séð myndir í tónlistarsögu hjá Íbba hehehe.
Jæja nóg um það... leiðin lá aftur til Vínar og ég á röltinu heim að hugsa hvort ég ætti að fylgjast með kosningum heima á fróni ( þar sem ég hef svo mikinn áhuga!!) þegar ég rekst á Keisuke (japan) granna minn á Erlach. Hann var að fara á píanókonsert og ég skellti mér bara með.. kannski ekki alveg í viðeigandi klæðnaði hehehe var í "sandölum og ermalausum bol" en var nú svosum með peysu sem ég gat skellt mér í. Tíhíhíhí það var nú svolítið skondið að mæta í Konserthaus svona klædd því þarna er öll flóran allt frá túristafílingnum (í þessu tilfelli ég ásamt nokkrum fleirum) upp í pallíettusíðkjóla!!!
Held að ég hafi alveg fengið skammtinn af tónleikum þennan daginn ;-) En þá voru það kosningarnar... skellti mér til Ellu og Leó í heimsókn en þar voru Helga og Steini og Hjálmar líka. Við hlustuðum á nýjustu tölur með öðru eyranu..annars höfðum við það bara huggulegt og spjölluðum..þar sem við gátum ekki séð bara hlustað...

Sunnudagurinn var síðan rólegur....svaf vel og lengi..enda kom ég heim rúmlega 6! Við biðum sko eftir því að U-bahn færi að ganga aftur til að komast heim ;-) Allt í rólegum fíling þann daginn semsagt. Reyndar skelltum við Magga og Mette okkur upp í Donáturninn (200 og e-ð metra hár) og sáum frábært útsýni yfir Vín. ;-)

Mánudagur hefðbundinn líka... skóli, reyndar búin snemma þannig að ég Magga og Melina ákváðum að fara að skoða Schönbrunn. Það var nú hálfgerð fýluferð þar sem við erum búnar að bíða í allan vetur að fara þangað af því að við vildum sjá hallargarðinn í blóma en það var búið að taka öll blóm, þau voru sko fyrir 2 vikum. Það þýðir að við þurfum að skella okkur þangað aftur.
í gær var enginn skóli..bara verkfall þannig að við Magga og Mette fórum á Mariahilfer (laugavegurinn) og við Magga fundum fínar ferðatöskur sem við keyptum til að fylla og senda á undan okkur hehehe. Veðrið var ansi skondið í gær.. sól um morguninn og þrumur,eldingar og risahaglél seinni partinn!! Haglélin voru á stærð við rúsínur ég get svarið það!!! Það er búið að vera frekar leiðinlegt veður hér síðustu daga...samt alltaf sól inná milli..
Jæja er þetta ekki orðið gott???

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home