Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

mánudagur, apríl 21, 2003

mmmmmmmmm þvílík snilld er páskaegg frá Nóa&Síríus!!!! Ég fékk málsháttinn "Flest allt það sem fer í kaf, flýtur upp um síðir" Mamma sagði nú að það ætti bara vel við mig.... hmmm sennilega rétt hjá henni, ég meina ég er nú á kafi í skuldum eða verð það amk þegar ég kem heim. En ég mun fljóta vonandi hægt og bítandi upp úr skuldafeninu þegar ég fer að vinna hehehehe vá smá spegúleringar í gangi!!!!!
Páskarnir voru bara fínir hér í Vínarborg... var sæl með páskaegg í annarri og "Ekta" harðfisk í hinni!!! Góð blanda hehehehe. Það vantaði samt almennilega mjólk til að renna niður páskaegginu... það klikkar sko aldrei!!!
Fyrsti erasmusinn fór í gær....snökt,snökt já það var pínu erfitt, skrítin tilfinning að kveðja fólk sem maður hefur kynnst ágætlega en á kannski aldrei eftir að sjá aftur..... en það er nú samt aldrei að vita.
Í dag var bara bongóblíða og við skelltum okkur í göngutúr í einhverjum garði hér í grenndinni.. voða fínt, síðan fór ég með Keisuke granna mínum á tónleika í Konserthaus, hlustuðum á Requiem e Berlioz. Þekkti það ekki fyrir en það var mjög gaman.... geggjuð hljómsveit og RISA kór. Það voru rúmlega 300 manns á sviði!!!! Jamms og fyrir þetta borgaði ég ca 850 kr...af hverju er ekki svona nemendagjöld á Ísl á alvöru sinfóníutónleika?? Kannski mar ætti að senda fyrirspurn í einhvern pólitíkusaflokkinn, svona á meðan ég finn út við hvað á að krossa...? Nei þetta er í alvöru geggjað að eiga kost á því að komast á flotta tónleika eða óperur fyrir einn bíómiða eða minna...pæliði í því!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home