Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

fimmtudagur, mars 27, 2003

Jæja góðan daginn
Komin aftur eftir reisu til Salzburgar og Graz og tónlistardaga í litlu þorpi :-) Jammjamm alltaf nóg að gera...og nú er tilvalið að segja ykkur aðeins frá síðustu dögum... Við Erasmusarnir fórum semsagt í ferð til Salzburgar og Graz fyrir viku, gistum í Salzburg eina nótt og fórum þá til Graz fram á sunnudag. Salzburg er voða krúttleg borg, svona ekta borg til að fara í rómantíska ferð :-) eða fyrir jólin því göturnar eru svo litlar og krúttlegar þar, mér datt bara í hug sena úr bíómynd.... Það er mjög fallegt þar og ég á eftir að fara þangað aftur til að skoða mig um, hefði viljað vera þar lengur en ég fer þangað fljótlega aftur í heimsókn til Rósu Kristínar og fjölskyldu ;-) og þá hef ég meiri tíma... ég hefði til dæmis viljað sjá safn Mozarts og svona... en við skoðuðum bruggverksmiðju- mjög menningarlegt mar!!! Var ágætt að fá frían bjór en það hefði verið hægt að gera meira.... annars var þetta fínt.
Nú svo fórum við til _Graz, og hún er mjög falleg. Það er líka frábært að ferðast í lest og sjá landslagið, alpana og alla kastalana og já bara allt!!! Graz er höfuðborg menningarlífs í Evrópu 2003 (hmmm eða eitthvað svoleiðis) og hún er mjög falleg, gaman að koma þangað. Við gistum á litlu hóteli sem var gott mál nema ég og Melina (frá Spáni) þurftum að vera í herbergi með sveittum erasmus frá Grikklandi. Fjúff mar.. hún er svakaleg!! Málið er að hún er hrædd við allt og náttúrlega hrædd við að fara í sturtu annars staðar en heima og hmmmm gellan fór ekki í sturtu í 4 daga!!!! og lyktin eftir því!!! VIð þoldum það svosum en ekki mikið meira en það. Get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera svona paranoid!!
´Síðasta daginn í Graz fórum við aðeins út fyrir borgina og upp í fjall. Það var frábært, löbbuðum um í skógi og í kringum stöðuvatn og borðuðum þar á veitingastað... voða kósí :-) Lentum í smá ævintýri...það gekk enginn strætó strax til Graz þannig að við löbbðuðum ca klst til baka til að ná strætó... þurftum nebblega að ná lestinni til Vínar!!! Það reddaðist allt saman og við komum hingað seinnipart sunnudags. Og þá var bara að setja í vél til að geta pakkað niður aftur......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home