Þá er það næsta ferð... tónlistardagar með skólanum í litlu sætu þorpi ca 2 klst frá Vín. Við bjuggum þar í kastala og stúderuðum tónlist í 4 daga. Það var stíft prógramm frá kl.9 til 21!! Mikið sungið og spilað og svaka fjör já og dansað - við dönsuðum eftir kvöldverð alls kyns skrítna dansa...bara fyndið. tíhíhí Fyrsti dagurinn var svolítið skondinn, málið er að stundum er ansi erfitt að skilja blessuðu þýskuna þar sem heimamenn tala með miklum dialekt og hratt. Þannig var það í fyrsta tímanum þar sem við fengum að vita stundatöflu o.s.frv. og við erasmusarnir 7 sem fórum með (ég og 6 frá Spáni) kinkuðum kolli þegar hinir gerðu það og þannig gekk það í smá stund þangað til að ég náði þræðinum... það var verið að kynna mig.... og ó mæ god!!! Haldiði að maðurinn hafi ekki kynnt mig eins og ég væri svaka píanisti og sópransöngkona??!! Mér var nú ekki alveg sama sko... roðnaði svo mikið að ég hélt ég væri að springa!! Sérstaklega þar sem ég er nú ekki búin að læra mikið en ég held að hann hafi gert þetta viljandi því hann gerði þetta við okkur öll, Rasmusana sko...
Nú við unnum mikið á daginn og svo var alltaf á kvöldin aðeins kíkt á barinn þar sem kennararnir buðu ;-) ekki slæmt það ha? Þannig að það var amk einn kaldur eftir langan og strangan dag ;-)
Svo er það þýskukúrs á morgun... stanslaust stuð...alltaf gott að vera komin heim en það er bara í viku því þá er ferð með skólanum til suður Tirol, Innsbruck og e-ð og að sjálfsögðu fer ég í það hehehe. Loksins fær flakkarinn að njóta sín ;-) Þetta er búinn að vera frábært hér og nú er ég búin að kynnast fullt af fólki héðan frá Vín og það er ekki verra.
Well bið að heilsa ykkur í bili hnoðrarnir mínir....góðar stundir.
Nú við unnum mikið á daginn og svo var alltaf á kvöldin aðeins kíkt á barinn þar sem kennararnir buðu ;-) ekki slæmt það ha? Þannig að það var amk einn kaldur eftir langan og strangan dag ;-)
Svo er það þýskukúrs á morgun... stanslaust stuð...alltaf gott að vera komin heim en það er bara í viku því þá er ferð með skólanum til suður Tirol, Innsbruck og e-ð og að sjálfsögðu fer ég í það hehehe. Loksins fær flakkarinn að njóta sín ;-) Þetta er búinn að vera frábært hér og nú er ég búin að kynnast fullt af fólki héðan frá Vín og það er ekki verra.
Well bið að heilsa ykkur í bili hnoðrarnir mínir....góðar stundir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home