Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Jæja ég er sest við skjáinn loksins... annars er ég mikið búin að vera á netinu í dag og spjalla við helling af fólki á msn. Það var rosalega gaman að hitta svona marga... tæknin í dag er svo ótrúleg en mögnuð!!
Lífið gengur sinn vanagang hér í Vín, skellti mér í óperuna áðan á La Traviata sem var mjög gaman. Skondið að við sáum sama skrítna manninn í kvöld í Staatsoper sem var líka í Volksoper þegar við fórum í feb. þangað!! Þessi maður er sko stór frekar feitur og með sítt reitt hár og ekki með neinn venjulegan kíki til að sjá á sviðið.... neinei bara næstum því stjörnukíki!!! En hverjar eru líkurnar á því að hitta hann aftur??? Dísús mar.. Vín er greinilega pínulítil borg!!
Magga fór ásamt fleirum Erasmusum til Póllands að sjá útrýmingarbúðirnar í (kann'ekki að skrifa það).. Auswich...athyglisvert en neiii hafði ekki áhuga á að fara, enda hálfgerð klikkun hehehe. Málið er að þau fóru í gær með næturrútu til Krakau og eru að koma aftur í nótt!!! Vá hvað þau eru dugleg.... ég dáist að þeim því ég myndi aldrei nenna þessu.
Ég veit að ég er svolítið eftrá en ég var nefnilega að hlusta á framlag okkar til Eurovision og líst bara vel á.... Go Birgitta!!! Þetta er svona ekta lag í Eurovision hehehe og ég held að við komumst langt. Og meira segja veðbankar líka....við erum bara ofarlega, hver veit nema við tökum þetta í ár...koma svo Ísland!!!
Jæja held að það sé sleepytime núna, ég vona að þið hafið það gott elskurnar mínar ég ætla að fara sofa.... Gute Nacht :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home