fjúff, þetta var nú meiri dagurinn!!! Byrjaði ágætlega, enginn skóli þannig að ég var bara í rólegum fíling. Fór samt í skólann þar sem ég ætlaði að æfa mig á píanó en það gekk ekki upp þar sem enginn vildi opna fyrir mig stofu!! Arrrrg varð nú frekar pirruð út í starfsfólk skólans en þau báru þau rök fyrir sig að það þyrfti að vera tónistarkennari á staðnum til að opna fyrir mig!!! Þvílíkt bull! Þetta er bara svo typical fyrir þjónustulund heimamanna ég meina ok þau eru kannski ekki á bestu launum í heimi en ég fussa nú bara á þetta lið og hananú!
EN dagurinn er ekki búinn, rétt að byrja..... þar sem við vorum ekki í skólanum í dag, ákváðum við Magga, Mette og Melina að skreppa í stóru "kringluna" hér sem er nú ekkert merkilegt en þetta var nú samt ævintýri. Málið er að við tókum náttúrlega lest þangað þar sem það er okkar aðalferðamáti, og viti menn á leiðinni heim fengum við aldeilis að finna fyrir því.... vorum nánast handteknar!! Þá vorum við víst ekki með réttan lestarmiða.....VÚBBALA.... af því að við vorum komnar út fyrir Vín, og hvernig í andsk.. eigum við útlendingarnir að vita það?!
well við svosum vissum aðeins en bara pínulítið að við þyrftum að kaupa miða en ákváðum að taka sénsinn þar sem þetta var bara ein stöð tíhíhíhí en það gekk ekki upp :-þ
Við þóttumst náttúrlega ekkert tala þýsku eða skilja, en við þurftum að fara út með "miðavörðunum" á næstu stöð og þeir voru aldeilis með stæla!! Ok við vorum ekki með miða en mannleg samskipti voru ekki til af því við vorum útlendingar!! Þeir miskunnuðu þó yfir okkur þar sem við vörum "fatlaðir útlendingar" í Vín og svo vitlausar en það var einmitt þannig sem þeir töluðu um okkur á þýsku auðvitað... Við þurftum mjög að vanda okkur við að missa okkur ekki algjörlega og segjast skilja hehehe Við sluppum þó helv. vel...borguðum saman 50 evrur í staðinn fyrir 60 evrur á mann!! Þetta var nú meira ævintýrið því varðafíflin hótuðu að hringja á lögguna ef við borguðum ekki, við vorum bara ekki með nógan pening á okkur...enduðum með því að borga 50 í stað 60, þessar 10 evrur voru nú samt stórmál í þeirra augum því við Magga þurftum að labba með einum verðinum til að leita að hraðbanka en hann fann engann. Og náttúrlega á meðan leitinni stóð var hann með stæla, spurði hvort við hefðum engar upplýsingar um Vín o.s.frv en þegar hann fann ekki banka ehehehehe fékk hann það aldeilis borgað tíhíhíhíhí ég barasta VARÐ að stríða honum á því hvurslags vitleysa þetta væri, af hverju hann hefði ekki upplýsingar um næsta banka!!! Hann gat engu svarað..... huh gott á hann bara því nú gátum við ekki borgað þessar skitnu 10 evrur!! En ætli mar taki nokkuð aftur svona séns áður en ég kem heim, þetta er ágætt svona einu sinni tíhíhí ;-þ
Eftir þetta allt saman fór ég síðan á tónleika... sem var gott til að setjast niður og láta hugann reika :-) EN núna langar mig svo í einn öl en það er bara ekkert til í ísskápnum búhúhúúú :-/ Kannski bara best að fara sofa..
EN dagurinn er ekki búinn, rétt að byrja..... þar sem við vorum ekki í skólanum í dag, ákváðum við Magga, Mette og Melina að skreppa í stóru "kringluna" hér sem er nú ekkert merkilegt en þetta var nú samt ævintýri. Málið er að við tókum náttúrlega lest þangað þar sem það er okkar aðalferðamáti, og viti menn á leiðinni heim fengum við aldeilis að finna fyrir því.... vorum nánast handteknar!! Þá vorum við víst ekki með réttan lestarmiða.....VÚBBALA.... af því að við vorum komnar út fyrir Vín, og hvernig í andsk.. eigum við útlendingarnir að vita það?!
well við svosum vissum aðeins en bara pínulítið að við þyrftum að kaupa miða en ákváðum að taka sénsinn þar sem þetta var bara ein stöð tíhíhíhí en það gekk ekki upp :-þ
Við þóttumst náttúrlega ekkert tala þýsku eða skilja, en við þurftum að fara út með "miðavörðunum" á næstu stöð og þeir voru aldeilis með stæla!! Ok við vorum ekki með miða en mannleg samskipti voru ekki til af því við vorum útlendingar!! Þeir miskunnuðu þó yfir okkur þar sem við vörum "fatlaðir útlendingar" í Vín og svo vitlausar en það var einmitt þannig sem þeir töluðu um okkur á þýsku auðvitað... Við þurftum mjög að vanda okkur við að missa okkur ekki algjörlega og segjast skilja hehehe Við sluppum þó helv. vel...borguðum saman 50 evrur í staðinn fyrir 60 evrur á mann!! Þetta var nú meira ævintýrið því varðafíflin hótuðu að hringja á lögguna ef við borguðum ekki, við vorum bara ekki með nógan pening á okkur...enduðum með því að borga 50 í stað 60, þessar 10 evrur voru nú samt stórmál í þeirra augum því við Magga þurftum að labba með einum verðinum til að leita að hraðbanka en hann fann engann. Og náttúrlega á meðan leitinni stóð var hann með stæla, spurði hvort við hefðum engar upplýsingar um Vín o.s.frv en þegar hann fann ekki banka ehehehehe fékk hann það aldeilis borgað tíhíhíhíhí ég barasta VARÐ að stríða honum á því hvurslags vitleysa þetta væri, af hverju hann hefði ekki upplýsingar um næsta banka!!! Hann gat engu svarað..... huh gott á hann bara því nú gátum við ekki borgað þessar skitnu 10 evrur!! En ætli mar taki nokkuð aftur svona séns áður en ég kem heim, þetta er ágætt svona einu sinni tíhíhí ;-þ
Eftir þetta allt saman fór ég síðan á tónleika... sem var gott til að setjast niður og láta hugann reika :-) EN núna langar mig svo í einn öl en það er bara ekkert til í ísskápnum búhúhúúú :-/ Kannski bara best að fara sofa..
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home