Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

þriðjudagur, júní 17, 2003

Gleðilega þjóðhátíð!!! ;-)

Jæja nú er ég barasta komin á klakann..pínu skrítinn fílingur. OK það er gott að koma heim... en hefði nú samt viljað vera lengur í Vínarborg. Það er ótrúlegt hvað mar er kominn fljótt inn í hversdagsleikann hér á fróni, byrjaði að vinna í dag sem þýðir engin miskunn hehehe. Jújú ég fer nú ekki á fullt strax.
Það að fara heim frá Vín var strembið þar sem ég hata kveðjustundir. Grannarnir á Erlachplatz vöktu með okkur Möggu alla nóttina áður en við lögðum stað á flugvöllinn og þar var mikið grátið og knúsast....snökt,snökt, sakna allra rosalega mikið.. Flugið gekk ágætlega til London og þar þurftum við að bíða í uþb 7 klst e flugi á klakann! Við vorum mikið að spá í að skreppa til London í millitíðinni en ákváðum bara að vera ekkert að leggja af stað bæði vegna þess að við vorum drulluþreyttar og því vissar um að villast í stórborginni hehehe þar sem við erum ekki voða vissar með áttirnar :-) Við töltum því um Stanstedflugvöll þveran og endilangan á meðan við biðum eftir flugi.
Við inntékk til Ísl. þurftum við að borga yfirvigt! Takk fyrir takk...við sem héldum að við værum seif en neinei, þeir rukka fyrir hvert einasta kíló!! Ótrúlegt en satt, þá komum við með uþb 65 kíló til landsins...2 ferðatöskur í pósti og svo ein með okkur í flugi!! Hef ekki hugmynd um hvað geymist í þessu öllusaman ;-þ kemur allt í ljós.

Næst á dagskrá var síðan að heimsækja vini og vandamenn á fróni..gekk nú ekki mjög vel í borginni þar sem fáir voru heima...hitti þó nokkra áður en ég fór norður ;-)
Fyrir norðan er svo fullt af fólki til að heimsækja... er ekki einu sinni búin að hitta alla ennþá en það kemur ;-) Ég er að sjálfsögðu búina að afreka einn skandal síðan ég kom á Frón... var að skutlast með eina gamla konu í Blómaval í ísleiðangur sem er nú svosum ekki merkilegt nema hvað að ég tek konugreyið á taugum!! Var á sjálfskiptum bíl sko, og hún sígjammandi yfir hausamótunum á mér um að fara varlega, passa mig á bílum, osfrv og frv... ég á fullu að vanda mig við aksturinn en vandaði mig heldur mikið og steig á bremsudrusluna með vinstri og við fengum því smá kipp!! Vúbbala!!! Blessaða konan varð alveg ær og vildi sko alls ekki koma með mér til baka þannig að ég fór bara ein heim og konan fékk far til baka!!! Jæja það verður alltaf einhver að taka að sér skandalana tíhíhíhí

Hurru og svo er ég bara byrjuð á blessaðri Eddunni eina ferðina enn. Það var svaka vígsla í dag því við vorum að opna nýja og fína heimavist og því var voða fínt kokteilboð hehehe og hér sit ég, á bakvið í lobbíinu, drekkandi rauðvín, borðandi snittur og að blogga svona "til að lífga upp á hversdagsleikann" hehe Það er nú samt svólítið hættulegt að sitja hér og slappa af því ef það þarf að sendast e-ð er ekki erfitt að lenda í einhverri sjálfboðavinnu og það viljum við ekki!!!

Hmmm best að segja þetta gott ;-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home