Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

fimmtudagur, maí 27, 2004

lúxuslíf

Já það er ekki hægt að segja annað en að ég lifi lúxuslífi þessa dagana... búin að dorma á baðströnd bæjarins og sleikja sólina, alveg magnað. Það verða viðbrigði að þurfa að fara vakna snemma í fyrramálið... verð að skondrast á blokkflautuhátíð kl 08:30 - heldur snemmt á minn mælikvarða akkúrat núna hehehe en þetta verður eflaust gaman. Nú svo legg ég mig alla fram í að muna nú að sækja litla frænda minn í skólann á morgun, gleymdi því nefnilega í haust :-o svona get ég nú verið utan við mig!!! Úff það var svakalegt.. en ég er nú búin að sækja hann síðan, á réttum tíma hehe þannig að þetta ætti nú að ganga.
Bloggsíðan er eitthvað skrítin hjá mér þessa dagana... iss kann ekkert á þetta dót en ég hlýt að finna út úr þessu...
Well síðasta útkall til draumalandsins...

í sól og sumaryl...

Jæja, er mætt aftur... er bara búin að vera í góðum fíling, bara að slæpast og dunda mér við að klára skólann. Var á skólaslitum áðan í tónó þannig að nú er ég komin í frí og verð það alveg þangað til ca 10. júní, ekki slæmt það ;-)
Síðustu helgi skrapp ég suður og fór á geggjaða tónleika með rússnesku dívunni Olgu Borodova og sinfó - aaaalveg mögnuð kellingin, já það var gaman að fylgjast með töktunum hjá henni.
Dagurinn í dag fór nánast allur í sund... ekki til að synda hehehe heldur bara til að dorma vel og lengi, er núna rjóð og sælleg, skreppi líklega á morgun líka bara - ekkert betra að gera tíhíhí. Ég var búin að gleyma því hvað það er gott að slaka svona á og gera EKKI NEITT...þetta er alveg lífsnauðsynlegt af og til!!

Jæja ákvað bara svona rétt að láta vita af mér... kem kannski með e-ð sniðugt næst...

föstudagur, maí 21, 2004

allt að gerast!!

Ja það var nú nóg að gera í dag!! Byrjaði daginn á fundi fyrir vinnuna í sumar.. skrapp þaðan í skírn og veislu á eftir og beint aftur á fund! Svo er ég skyndilega á leiðinni í borgina á morgun, bara smá skrepp því ég þarf að vera komin á tónleika á sunnudaginn í Síðuskóla. En það verður gaman að skreppa suður þó það verði stutt stopp. Gæti verið gaman að kíkja í búðir og laga aðeins fataskápinn fyrir sumarið hehehehe
ætla að fara pakka....

miðvikudagur, maí 19, 2004

Vííííííííííííí :-D trallallaaaa :-D

Váááááááááá hvað ég er ánægð!!! Var að fá úr prófunum í tónó og náði þeim báðum, jibbýjey ;-) Hélt að ég myndi ekki tækla píanóprófið en jújú þetta gat ég og ég er baaaaara montin í dag hehehe Búin að bíða í 7 vikur eftir niðurstöðum, þetta er auðvitað bilun hjá þessarri prófanefnd, enda er allt vitlaust í tónlistarskólum landsins og vonandi verður þetta endurskoðað fyrir næsta ár.

EN ég þarf svosum ekkert að kvarta, hefði jú viljað fá betra píanópróf en er samt MJÖG sátt, ekki annað hægt tíhíhíhí

mánudagur, maí 17, 2004

jamm

Hann Daddi bro á afmæli í dag.... til lukku með það hnoðgrísinn minn, sendi þér afmælisknús ;-)

Jæja allt með kyrrum kjörum hjá mér... svaf samt eins og kjáni í nótt... eiginlega ekki mikið, skil ekki alveg hvað var að trufla mig. En það var í lagi,gat sofið í morgun og í staðinn mætti ég með sofandi rödd í söngtíma hehehe það reddaðist samt tíhíhí. Er núna á bókasafni HA, já ég veit ég er klikk þar sem skólinn er búinn, eeeeen mér datt í hug að fara skipuleggja mig fyrir kennsluna næsta haust!!! Það held ég nú... ótrúlegt en satt þá er ég farin að skipuleggja laaaaangt fram í tímann, er ekki batnandi mönnum best að lifa??? tíhíhíhí

Jebb ég ætla að drífa mig...

Ruslana rokkar!!

Já það var nú flott hjá píunni að vinna Eurovisionið, hún var alveg mögnuð!! Ég var líka í rosalega skemmtilegu euro-partýi í gær, sem var líka afmælisboð hjá henni Auði og það var æðislega skemmtilegt. Auðvitað var drykkjuleikur í tengslum við stigagjöfina og fengu menn heldur betur að finna til tevatnsins já eða alkóhólsins sem voru Tyrkland eða Svartfjallaland en það voru Steini og Kalli. Maður átti sko að drekka skot eftir stigagjöfinni jagari fyrir 8 stig, gin fyrir 10 og eplasnafs fyrir 12!! úfff sem betur fer var ég Malta og ekki mikið að vinna inn stigin hehehe en þetta var svaka stuð. Helgin var bara fín, mikið glens og gaman, skrapp í dalinn í dag - bæði á tónleika og svo auðvitað í mat til mömmu, það klikkar aldrei ;-)
Á döfinni er að fara í vorhreingerningu hérna í Helgamagra.. alveg kominn tími á það hehehe og bara hafa það gott..
Draumalandið bíður....zzzzzzzzz

föstudagur, maí 14, 2004

Duuu dudduruuuu, duuu dudduruuuu

Jæja þar fór það!! Búin að missa af danska prinsinum hehehe æi hann var nú krúttlegur þegar hann táraðist þegar nafna mín gekk inn kirkjugólfið. Svo er fólk að tala um að hann hafi ábyggilega verið með ofnæmi fyrir blómunum - common!!! Er eitthvað að því að drengurinn fái tár í augun á svona stund? Ja maður spyr sig, geta eða mega karlmenn ekki sýna tilfinningar sínar ennþá árið 2004? Ég er kannski svona væmin en mér finnst þetta bara sætt!!

Fór áðan með Möggu að skála fyrir því að hún tæklaði helvítis eðlisfræðina með glæsibrag og þá var ekkert annað en að skála fyrir því með einum köldum hehehe ætlum síðan að kíkja á lífið í bænum..próflokadjamm og svona, það hlýtur að vera líflegt.

well skál fyrir dönsku brúðhjónunum, prófalokum og bara allíhúbba á góðri skandinavísku ;-)

fimmtudagur, maí 13, 2004

Nú veit ég ekki aaaalveg í hvorn fótinn ég á að stíga.... oll off a södden er ég bara orðin atvinnulaus eymingi!! Jájá kláraði bókasafnsdjobbið í gær og blokkflautukennsluna í dag. Svo er skólinn líka búinn, fyrir utan söngtíma, þannig að allt í einu hef ég voða lítið að gera og það er eitthvað sem ég hef ekki upplifað síðan ég man ekki hvenær!! Kannski ágætt á meðan ég er að ná mér í hnénu - það er allt að koma, isss ég vissi að það myndi gróa áður en ég gifti mig tíhíhí

Nú svo er það Eurovisionið um helgina.. sá undankeppnina í gær og varð nú svekkt fyrir hönd Dana, hvað var hvíslarinn frá Bosníu að gera með að komast áfram?! Iss þetta er ekkert nema pólitík í þessu... en þetta verður gaman á laugardaginn, alltaf gaman af Eurovision :-) Fer líka í svona fínt partý, euro-afmælispartý þannig að það verður eflaust gaman.

Próflokadjamm á morgun... veit ekki hvernig fílingurinn er en það gæti verið gaman að kíkja út annað kvöld líka...hvur veit?

miðvikudagur, maí 12, 2004

Dýrt spaug!!

Það er rán að fara til læknis!!
Nú er ég svolítið pirruð út í læknastéttina!! Þar sem ég er stórslösuð á hné eftir helvítis ótemjuna sem ég var á á laugardaginn, þá var mér ekki farið að lítast á blikuna því verkirnir jukust í stað þess að minnka. jújú ég skondrast á slysó, á réttum tíma, var sko ráðlagt að fara ekki fyrr en bólgan myndi hjaðna meira, en hvað fékk ég í hausinn?! Einhverja kellingabeyglu sem þóttist vera læknir en alveg hrikalega leiðinleg, hún reif bara kjaft við mig, skjólstæðinginn, og sagði að slysadeildin væri sko ekkert fyrir svona smámeiðsli!!! HVURSLAGS VINNUBRÖGÐ ERU ÞETTA?! Ja maður spyr sig!! Huh ég reyndi mitt besta til að grínast í læknadruslunni og var eitthvað að blanda ER, þeim sívinsælu þáttum inní þetta, að þar gæti maður alltaf komið sama hversu lítil skráman væri hehehe en neeeeei það fannst henni nú ekki fyndið!! Hjúkkan hló nú samt tíhíh og mér fannst þetta aaalveg magnað tíhí svona er maður nú fyndinn :-) en ég fór semsagt 3000 kr fátækari fyrir nöldur og skítkast frá helv.. lækninum, dýrt rifrildi það!! Held að ég haldi nú bara áfram að fara EKKI til læknis nema í sjúkrabíl!!! Svona viðmót á maður ekki að láta bjóða sér og hana nú!! 3000 kall sko, helv...!

Í dag er bara síðasta vaktin mín á bókasafninu..skrítin tilfinning, held að ég eigi eftir að sakna þess að vinna hérna, þetta er alveg draumadjobbið með skólanum. Á morgun klára ég síðan kennsluna í Síðuskóla sem þýðir að ég er nánast í fríi fram í miðjan júní, er í tónó 2 x í viku og siðan ekki söguna meir.

Er að hugsa um að nota tímann og skreppa suður og kíkja á litla stubbinn hjá Birnu og Didda á Skaganum og bara heimsækja familíuna í borginni og svona.. gæti verið gaman ;-)

Jæja er hætt í bili... spennandi að sjá hvort ég hafi náð að laga kommentin tíhí reikna nú ekki með því en það er kominn teljari....

þriðjudagur, maí 11, 2004

hmmm

það er alveg frábært hvað ég er ekki mikið tölvugúrú... núna er kommentakerfið eitthvað bilað... og minns kann ekkert á þetta!! Ansans vandræði

mánudagur, maí 10, 2004

hrakfallabálkur!!!

Sælt veri fólkið!!

Jæja helgin gekk nú ekki slysalaust fyrir sig... reyndar byrjaði hún mjög vel, Didó og Eneas tónleikarnir gengu rosalega vel og mjög góð aðsókn. Húrra fyrir því!!
Síðan á laugardaginn fór ég ásamt samnemendum og Siggu söngkennara til Myriam á Skeiði. Þar var planið að fara á hestbak saman og grilla og bara hafa gaman. Allt gekk þetta nú eins og í sögu, allir komnir með hesta og svona og við að leggja af stað...neinei snappar þá ekki helvítis truntan sem ég fékk og lét öllum illum látum!! Ég var bara eins og í villta vestrinu á ótemju og það endaði auðvitað með því að ég hentist af baki og stórslösuð!! Slapp reyndar mjög vel, en er stokkbólgin á hné og öll marin og blá á fótleggjum, olnbogum....veeeel krambúleruð!! Ég var sko allt annað en glöð við Friðjón, sem lánaði mér hestinn en það vildi svo skemmtilega til að hann var þarna ennþá því við vorum rétt að leggja af stað. Hann fékk sko heldur betur að heyra skoðanir mínar á hans truntu!!! Djö.. var ég brjáluð!! En Sigga hjálpaði mér nú heim að Skeiði þar sem ég fékk mér bara einn kaldan og frosið nautakjöt á lappirnar til að kæla bólgurnar... þannig fór nú um útreið þá!!
Hinir fóru auðvitað í úrtreiðartúr á meðan ég hafði það huggulegt með bjór í annarri og nautakjötið á fótunum hehehe og þegar þau komu til baka, var grillað og bara huggulegheit það sem eftir var ;-)

Ég er enn stokkbólgin og fer haltra um en þetta hlýtur að fara hjaðna, nenni þessu ekki!!
Jájá svona var nú það!!

föstudagur, maí 07, 2004

jamm

það er bara komin helgi, en gaman! Já þetta verður fín helgi.. flottir tónleikar í kvöld og svo hestaferð og grill á morgun á Skeiði, ég hlakka barasta til ;-)

Oj haldið þið að ég hafi ekki mætt svona líka kónlgulóarhlussunni í morgun pirrrrrr, var að tékka á íbúðinni fyrir ofan mig, býr enginn þar sko nema kannski fullt af kóngulóm!!! Ég var ekki lengi að grípa Fréttablaðið og skella yfir hlussuna... já og hún var sko spikfeit og hljóp hratt og ég öskraði mig næstum raddlausa!! Spurning um að skordýraflórunni líði bara vel þarna hinumegin við vegginn hjá mér, því ekki er mikið þrifið eða íbúðinni haldið við sko ussussuss þetta lítur ekki vel út!
Nú hringi ég í leigusalann og skoða málið nánar...

ætla að fara koma mér í gírinn fyrir kveldið ;-)

Góðar stundir

fimmtudagur, maí 06, 2004

og það snjóar bara og snjóar....

Nú fer allt að róast hjá mér..búin í prófum, kennslan klárast í næstu viku, og ég í góðum gír bara!! Langar að gera eitthvað áður en hótelfjörið byrjar en veit bara ekki alveg hvað mig langar að gera!! Nú þarf ég að fara drífa mig í að komast að því hvort leigusalinn minn ætlar að selja húsið sitt... er ekki alveg að nenna að fara leita mér að öðru húsnæði en jújú þetta er leigulífið hehehe ég er amk ekki á leiðinni í að fara kaupa mér steinsteypu, svo mikið er víst!!

Nú er ég orðin svo spennt að fá úr tónlistarprófunum að ég fer reglulega heim til mín á hverjum degi til að ath póstinn..gott ef ég sit ekki bara við bréfalúguna sko!! Nei þetta er orðin ágæt bið.. tók prófin fyrir sex vikum og ekkert komið ennþá!!! hrmph!!! :-( Það hlýtur að koma í næstu viku... kannski á morgun hehehe sko ég get ekki beðið.

Er að fara á Dido - æfingu á eftir, ég hlakka rosalega til á morgun á tónleikunum því þetta er bara orðið asssskolli fínt!! Svo er það bara hestaferð á laugardaginn ef veður leyfir, amk grill og tjútt á Skeiði.

EN nú er kominn tími til að raða bókum í hillur á mínu elskulega bókasafni...
hilsen, bókaormurinn

miðvikudagur, maí 05, 2004

Dido og Aeneas eftir 2 daga... kl 20:00 í Glerárkirkju - Allir velkomnir ;-)

Jæja búin að tækla mitt eina próf á þessari önn, hversu ljúft er það mmmmmmmmmmmm glimrandi góður fílingur!!! Nú er bara að æfa á fullu fyrir tónleikana á föstudag... það verður rosalega gaman, þið sem hafið tök á að koma og hlusta, ættuð endilega að koma ;-)
well er alveg freðin e prófið í dag og hef ekkert að segja sniðugt..
leitör, geitör ;-)

mánudagur, maí 03, 2004

Koma svo!!!

Er að reyna koma mér í lesgírinn... gengur brösulega!! Kannski af því að ég fer bara í eitt próf og bara aaaaaalllls ekki að nenna því!! Fyrir mér er skólinn bara búinn og mig langar í frí hehe en það þýðir ekkert slór!!
Fór á hestbak um helgina og ég get ekki sagt annað en að ég finni obbolítið fyrir því núna.... dísös mar!! Finn fyrir fullt af vöðvum sem ég hélt að væru bara ekki til... amk er ég með strengi allnokkra, gæti stofnað ágætis strengjasveit hehehe en þetta var gaman. Jájá svo er það hestbak aftur næstu helgi... er bara sokkin í hestamennskuna tíhíhí.

Jæja best að skondrast í lærdóminn....