hrakfallabálkur!!!
Sælt veri fólkið!!
Jæja helgin gekk nú ekki slysalaust fyrir sig... reyndar byrjaði hún mjög vel, Didó og Eneas tónleikarnir gengu rosalega vel og mjög góð aðsókn. Húrra fyrir því!!
Síðan á laugardaginn fór ég ásamt samnemendum og Siggu söngkennara til Myriam á Skeiði. Þar var planið að fara á hestbak saman og grilla og bara hafa gaman. Allt gekk þetta nú eins og í sögu, allir komnir með hesta og svona og við að leggja af stað...neinei snappar þá ekki helvítis truntan sem ég fékk og lét öllum illum látum!! Ég var bara eins og í villta vestrinu á ótemju og það endaði auðvitað með því að ég hentist af baki og stórslösuð!! Slapp reyndar mjög vel, en er stokkbólgin á hné og öll marin og blá á fótleggjum, olnbogum....veeeel krambúleruð!! Ég var sko allt annað en glöð við Friðjón, sem lánaði mér hestinn en það vildi svo skemmtilega til að hann var þarna ennþá því við vorum rétt að leggja af stað. Hann fékk sko heldur betur að heyra skoðanir mínar á hans truntu!!! Djö.. var ég brjáluð!! En Sigga hjálpaði mér nú heim að Skeiði þar sem ég fékk mér bara einn kaldan og frosið nautakjöt á lappirnar til að kæla bólgurnar... þannig fór nú um útreið þá!!
Hinir fóru auðvitað í úrtreiðartúr á meðan ég hafði það huggulegt með bjór í annarri og nautakjötið á fótunum hehehe og þegar þau komu til baka, var grillað og bara huggulegheit það sem eftir var ;-)
Ég er enn stokkbólgin og fer haltra um en þetta hlýtur að fara hjaðna, nenni þessu ekki!!
Jájá svona var nú það!!
Jæja helgin gekk nú ekki slysalaust fyrir sig... reyndar byrjaði hún mjög vel, Didó og Eneas tónleikarnir gengu rosalega vel og mjög góð aðsókn. Húrra fyrir því!!
Síðan á laugardaginn fór ég ásamt samnemendum og Siggu söngkennara til Myriam á Skeiði. Þar var planið að fara á hestbak saman og grilla og bara hafa gaman. Allt gekk þetta nú eins og í sögu, allir komnir með hesta og svona og við að leggja af stað...neinei snappar þá ekki helvítis truntan sem ég fékk og lét öllum illum látum!! Ég var bara eins og í villta vestrinu á ótemju og það endaði auðvitað með því að ég hentist af baki og stórslösuð!! Slapp reyndar mjög vel, en er stokkbólgin á hné og öll marin og blá á fótleggjum, olnbogum....veeeel krambúleruð!! Ég var sko allt annað en glöð við Friðjón, sem lánaði mér hestinn en það vildi svo skemmtilega til að hann var þarna ennþá því við vorum rétt að leggja af stað. Hann fékk sko heldur betur að heyra skoðanir mínar á hans truntu!!! Djö.. var ég brjáluð!! En Sigga hjálpaði mér nú heim að Skeiði þar sem ég fékk mér bara einn kaldan og frosið nautakjöt á lappirnar til að kæla bólgurnar... þannig fór nú um útreið þá!!
Hinir fóru auðvitað í úrtreiðartúr á meðan ég hafði það huggulegt með bjór í annarri og nautakjötið á fótunum hehehe og þegar þau komu til baka, var grillað og bara huggulegheit það sem eftir var ;-)
Ég er enn stokkbólgin og fer haltra um en þetta hlýtur að fara hjaðna, nenni þessu ekki!!
Jájá svona var nú það!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home