Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

miðvikudagur, apríl 07, 2004

snillingurinn ég!!!

Jæja dagurinn í dag er hinn ágætasti...búin að fá útborgað frá BSHA, borgaði leiguna og er að vinna í lokaverkefninu...hægt en örugglega!!

Sko ég er nú oft ansi svefndrukkin þegar ég er nývöknuð og ekki mjög fersk en í morgun held ég að ég hafi slegið öll met!! Málið er að ég var að drífa mig af stað og ákvað að kíkja inn í ísskáp og gera mér vonir um að eitthvað gott leyndist þar inni til að grípa með. Jújú það reyndist vera rétt, tvö lítil og girnileg rauð epli voru þarna í poka og mín greip pokann skellti honum ofan í tösku og fór af stað glöð í skólann. Svo kom að því að borða morgunmatinn, skyr og epli og hvað haldiði?? Ég var ekki með epli í töskunni, neinei ég var með tvo RAUÐLAUKA í pokanum!!!! Hélt að það væri ansi erfitt að ruglast á lauk og epli en það virðist allt vera mögulegt!! Ég er alveg viss um að ég sá rauðlaukana í svona hyllingum sem epli þar sem ísskápurinn minn er hálfgerð eyðimörk, held að þetta sé skýringin!!

Annars er bara að sparka sér áfram í lokaritgerð en möst að skreppa líka í fjallið um páskana, það væri nú ekki leiðinlegt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home