Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Glimrandi fílingur í gangi!!

Jæja gott fólk... nú er allt að gerast! Ritgerðin er í yfirlestri og allt í góðum gír með hana, við erum sko búnar að setja hana á hold þannig að nú er ekkert stress í gangi og þvílíkur munur!!! Við Magga tæklum hana bara í rólegheitum tíhíhí engin pressa þar sem útskrift er ekki fyrr en eftir ár ;-)

Í morgun voru tónleikar hjá litlu snúllunum mínum í forskólanum. Mínir fyrstu nemendur stóðu sig alveg frábærlega og ég er alveg rosalega stolt af þeim ;-) eiginlega bara montin líka. það var alveg frábært að sjá hvað allir voru einbeittir og greinilega að gera sitt besta - það er nú líka meira en að segja það að standa fyrir framan ca 250 skólafélaga sína og spila í fyrsta skipti opinberlega. Mig langaði bara til að knúsa þau öll eftir tónleikana því ég var svooooo stolt af þeim að ég fékk fiðring í magann!! svona mússímúss- fílingur í gangi hérna :-)

Svo er bara komið sumar!!! Planið var að fara um helgina á Sigló á skíði en ég er ekki alveg að sjá það gerast því það er bara sumarveður og steikjandi hiti!!! Verð bara að dusta rykið af línuskautunum og skondrast af stað!! það er líka glimrandi gaman!!

GLEÐILEGT SUMAR!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home