Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Jæja sé loksins fyrir endann á Dewey-gríninu... ég er ekki enn að ná þessu með málalengingarnar hjá þessum heimspekingum!!! Mikið er ég ánægð með að vera ekki svona hehehe.
Nú langar mig svoooo mikið til útlanda - geri ekki annað en að skoða hvernig hægt er að komast eitthvað á sem ódýrastan máta!! Við Magga erum alvarlega að spá í að verðlauna okkur fyrir vel unnin störf á árinu sem er rétt að byrja hehehehe, með því að fara til Vínar fyrir vorið. Erum að fara kenna íslensku á morgun ( með nettan hnút í maganum) og fáum borgað fyrir flugmiðanum og spurning um að biðja bara um útborgun í flugmiða þannig að við verðum að fara tíhíhí. Það er amk ekki spurning um það að þessi laun fara ekki í reikninga!!! Launin af Eddunni mega fara í það, ég verð bara á bullandi yfirdrætti þangað til og fer til Vínar í heimsókn.
JÆja þarf að búa til kennsluáætlun fyrir morgundaginn....

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Það er alveg með ólíkindum hvað ég er búin að fá svo miklu meira en nóg af þessum skóla og ráðamönnum hans!! Ég á að þurfa endasendast á milli milljóna manna til þess eins að fá afnot af einu píanói!!! AAAAARRRRRRGGGHH!!!!! Orðin nett pirruð hehehe en gefst þó ekki upp. Aumingjans strumparnir þarna eru örugglega orðinir hundleiðir á mér, en mér er nokk sama!! Píanóið er námsgagn eins og tölva er fyrir mig og aðra nemendur og HANANÚ!

Annars er ég þessa dagana að lesa endalausa heimspeki menntunar... sko ég er ekki alveg að ná þessu með heimspekina.....þvílíkar málalengingar!!! Ef ég myndi nú skrifa eins og þessir dúddar( heimspekingarnir) í ritgerð hér við kennaradeildina sem er nú mjög heimspekilega þenkjandi, myndi ég samt sem áður fá stóran mínus fyrir málalengingar!!!Er það af því að ég er ekki M.Dewey? Ja maður spyr sig bara!! Dewey var nú meiri bullikallinn!!! Er bara orðin steikt í hausnum af að lesa þetta hehehehe

Jæja best að fræðast meira um heimspekina..........learning by doing ;-)

mánudagur, janúar 26, 2004

ÉG FÆ HROLL...

Úff það er svooo mikið að gera núna að ég fæ hroll!! Held að ég sé búin að overdoza stundaskrána hjá mér...ansvítans!!! Mér tekst alltaf að gera þetta, koma mér í allt of marga hluti og vera síðan að drukkna í verkefnum....Held að ég geti feisað það... ég er vinnualki! heheheh Svona er nú mánudagurinn hjá mér í dag ;-)
Annars er ég í ágætis fíling, bara mikið að gera í skólanum og vinnu og smá hnútur í maganum yfir þessarri ísl-kennslu fyrir útlendinga sem byrjar á fimmtudaginn! Við Magga erum svona að reyna tækla það á sem bestan máta, það hlýtur að reddast. Lokaritgerðin komin á skrið og kennslan í tónó líka þannig að ég sniglast í gegnum þetta tíhíhí. Ég þarf nú samt að leggja mig alla fram við að fara lesa heimspeki menntunar þessa dagana... bara sofna ofan í allt saman, verð nú að skondrast í gegnum þetta!!
Helgin var í rólegum fíling, lærdómur og bíó.Fór í bíó á lau á paycheck- alveg ágætis mynd jájá..
Hef nákvæmlega ekkert að segja hérna þannig að ég held að ég sé tilneydd til að fara læra.... :-þ

þriðjudagur, janúar 20, 2004

hmmm getur einhver sagt mér hvernig maður fær titil til að birtast fyrir hvert skipti sem maður bloggar? Það heitir allt voða fínum nöfnum þegar ég er inn á mínu svæði að bloggast en svo kemur ekkert þegar ég birti..................kann sko ekkert á þetta tölvudót!!!!

jammogjæja!!!

Úff hvað ég er löt að bloggast hérna!! Nú er akkúrat ár síðan ég var stödd í Vínarborg!!! Snökt...mig langar bara aftur!! En það verður víst að bíða betri tíma..núna er bara málið að gera allt snarvitlaust í deildinni minni hér í HA. Við Magga skrifuðum skýrt og skorinort bréf til æðstu strumpanna hér í deildinni með hinum ýmsustu ráðleggingum um hvað betur mætti fara, hvað skipulag og reglur varðar. Jájá maður lætur nú ekkert vaða yfir sig hérna.... hehehehe gott að það er málfrelsi á þessu skeri ;-)
Keypti árskort í fjallið í gær...aaaaaalgjör snilld- nú er bara að skella sér eins oft og mögulegt er vííííííí það er nebblega súperfæri!! Þarf líka að fara skíða á nýju/notuðu skíðunum mínum, fór og fékk mér notuð carving skíði í skíðaþjónustunni þar sem fátækur námsmaður getur ekki splæst á sig nýjar græjur tíhíhíhí en þau líta skolli vel út og virka örugglega.

Við Magga erum að fara kenna íslensku fyrir útlendinga..held að það eigi eftir að vera stuð. Bara spurning hvernig best er að kenna þeim... við finnum út úr því hehehe. Já nú þarf aldeilis að fara skipuleggja tímann því það er jú lokaritgerð, kenna ísl, kenna á blokkflautu, tónó, síðustu kúrsarnir í HA, helv stæ og svo chillið inn á milli!!! Held að nú þurfi ég að fara setjast niður og reyna skipuleggja mig aðeins.....

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Dúdderídúúú

Það er nú barasta búið að vera stuð í dag... tók að mér forfallakennslu í forskólanum í Glerárskóla á blokkflautu og það var alveg magnað! Ég mæti svo eldhress í fyrramálið aftur til að blása í rörið með krökkunum. Ótrúlegt en satt, þá var alls ekki svo slæmt að byrja daginn á hávaða og látum...við erum sko að tala um 6 ára börn sem eru gjörsamlega að missa sig í flautinu við að leika sírenur á löggubíl!!! Myndi ekki mæla með því að mæta í þannig tíma ósofinn eða timbraður en þetta var algjör snilld hehehe.
Skondraðist svo í tónó og þaðan á bókasafnið og fer síðan þaðan í tónó aftur. Eins og þið sjáið er nú ekki mikið að gerast frekar en fyrir áramót en það er samt nóg að gera hehehe kannski bara ekki neitt sérstakt sem þarf að vera tíunda hér eitthvað ;-) Ég meina þetta er bara skóli - vinna- skóli og dorm og djamm inn á milli múhahahahahaha mitt mottó er eins og segir í laginu með ég veit ekki hverjum.... " Því ekk'að taka lífið létt?" :-)

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Gleðilegt ár allir!!!! Vonandi verður þetta ár spennandi og skemmtilegt ;-) !!!



Komin aftur úr jólafríi vá hvað það var ljúft að dorma bara í alls kyns kræsingum... this is life!!! Nú er svo bara skólagrínið komið á fullt, er meira að segja að fara kenna forfallakennslu í blokkflautu á morgun í Glerárskóla!! híhíhíhí það verður örugglega stuð. Svo er það lokaritgerðin...koma sér skrifgírinn fyrir 15. jan en þá eru fyrstu skil - þaaaað reddast hehehe. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að nú er bara alveg að verða ár síðan ég og Magga skondruðumst í víking til Vínarborgar!! Vá hvað tíminn er fljótur að líða!!! Planið var alltaf að skella sér í reisu þangað sem fyrst en sem stendur eru peningamál ekki alveg að gera sig hjá mér. Ég hlýt að vinna í happdrætti one day og þá eru mér allir vegir færir ;-)

Annars stend ég í smá stærðfræði-stappi þessa dagana því ég náði náttlega ekki prófi dauðans í desember og þá er næsta mál á dagskrá að sækja um að fá að taka próf í maí!!! bölv og ragn!!!! þetta er nú ljóta vesið en ég gefst ekki upp... hann Nilli rúðustrikaði skal sko fá á baukinn!! Helv svo er ég líka farin að sponsora HA með próftökugjöldum í stæ... 16000 kall og maður hugsar sig nú tvisvar um áður en maður stekkur í próf!!! Blóðpeningar það...gæti farið langleiðina til Vínar fyrir þetta!!! Hrmf!!! Jæja það þýðir ekki að velta sér upp úr því (andvarp og stuna) ..ætli Eddudjobbið bíði mín ekki bara í vor og þá rétti ég úr kútnum híhíhí.

Jæja ég held að ég sé nú búin að bæta upp bloggleti mína í bili.... hafið það gott ;-)Adios