Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Það er alveg með ólíkindum hvað ég er búin að fá svo miklu meira en nóg af þessum skóla og ráðamönnum hans!! Ég á að þurfa endasendast á milli milljóna manna til þess eins að fá afnot af einu píanói!!! AAAAARRRRRRGGGHH!!!!! Orðin nett pirruð hehehe en gefst þó ekki upp. Aumingjans strumparnir þarna eru örugglega orðinir hundleiðir á mér, en mér er nokk sama!! Píanóið er námsgagn eins og tölva er fyrir mig og aðra nemendur og HANANÚ!

Annars er ég þessa dagana að lesa endalausa heimspeki menntunar... sko ég er ekki alveg að ná þessu með heimspekina.....þvílíkar málalengingar!!! Ef ég myndi nú skrifa eins og þessir dúddar( heimspekingarnir) í ritgerð hér við kennaradeildina sem er nú mjög heimspekilega þenkjandi, myndi ég samt sem áður fá stóran mínus fyrir málalengingar!!!Er það af því að ég er ekki M.Dewey? Ja maður spyr sig bara!! Dewey var nú meiri bullikallinn!!! Er bara orðin steikt í hausnum af að lesa þetta hehehehe

Jæja best að fræðast meira um heimspekina..........learning by doing ;-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home