Sælt veri fólkið ;-)
Um helgina fór ég á þorrablót með bókasafns-skvísunum og skemmti mér konunglega..á lau var svo vinna og mjög svo rólegur fílingur fyrir framan imbann og á sun fór ég á geggjaða tónleika með sinfóníunni og Siggu söngkennara..var nánast með gæsahúð allann tímann!!
Mín þarf að núna vinna og vinna í heimspeki og píanóinu og lokaritgerð og öllu..... sólarhringurinn allt of stuttur.. Annars skellti ég mér, þrátt fyrir mikið tímaleysi, í að moka snjó fyrir utan hjá mér. Varð að gera það til að bréfberinn myndi ekki lögsækja mig hehehe annars var þetta ágætis leikfimi - að hitta í sporin og þurfa lyfta hnjánum aðeins þegar snjórinn var sko!! Eftir moksturinn var ég komin í svo mikið stuð að ég fór bara á fullt að taka til heima hjá mér!! Ekki mikið um lærdóminn í morgun en afrekaði þó margt!!
Var kölluð út í gær í forfallakennslu fyrir hádegi og það var bara stuð.. gaman að detta svona inn í kennslu, getur samt verið pínu strembið.
Fer svo í samsöng á eftir til kl 8 og þaðan beint á kóræfingu til 10 og þaðan að æfa á píanóið hehehe garagó... har det bra!!