Hallúúúú ;-)
Jæja enn og aftur er langt síðan síðast.... hehehe það er bara svo mikið að gera hjá mér að ég gef mér ekki tíma til að skrifa ;-/ Við Magga vorum sko í viku ferðalagi með skólanum í suður Tirol, komum í fyrradag heim.. geeeeðveikt gaman. Fannst samt frekar heimskulegt að vera 100% túristi að labba um skíðasvæðin, ÁN þess að fara á skíði!!!! Mein Gott, ég var mikið að hugsa um að tínast bara í einn dag og fara á skíði. Alparnir eru náttúrlega bara geggjað fallegir og öll litlu þorpin sem eru út um allt... þetta er allt svo krúttlegt..og fyndið hvað öllu er blandað saman í þorpunum. T.d er hótel á einum stað og við hliðina á því er bara bóndabær, fjósalykt og allt hehehe, bara hressandi :-)
Við sváfum í Innsbruck allan tímann en ferðuðumst á hverjum degi fullt. Þetta var ferð í Landafræði ( við fórum bara með tíhíhí) þannig að það var mikið verið að spá í landslaginu og svona. Við fórum til dæmis að skoða olíuborpall (nytjar jarðarinnar) og í Swarovski-verksmiðjuna (demanta-skart), mjög áhugavert. Í Swarovski-verksmiðjunni fengum við Magga óskipta athygli því það voru íslenskir dagar þar og fullt af myndum frá Ísl. og leiðsögukonan var alltaf að tala til okkar Íslendinganna ;-) ekki leiðinlegt.. sérstaklega þar sem nokkrir Erasmusar frá Hollandi og Belgíu eru alltaf að tala um hvað þeirra lönd eru æðisleg... en þarna var Ísland nr. 1!!!!
En nóg um það... við skruppum líka niður til Ítalíu og sáum þar "Ísmanninn Ötzi" athyglisvert safn þar sem hægt er að sjá mann sem fannst fyrir 12 árum í ölpunum og er talið að hann hafi verið uppi fyrir um 5300 árum!!! Og hann var þarna karlgreyið í frystiklefa..ótrúlega vel á sig kominn og allt hans dót. Þetta var mjög skrítið. Eftir Ötzi fórum við og fengum okkur pitsu...ekki mikið merkilegt nema hvað að ég held að ég hafi aldrei verið eins södd á ævinni...ekki einu sinni eftir jólasteikina!!! VIð þurftum að borða svo ógeðslega hratt að ég var að drepast á eftir!!! Hafði barasta ekki lyst á neinu það sem eftir var dags.
Hehehehe og talandi um mat...það var ekkert smá gaman hjá okkur Möggu á hótelinu í matartíma því við gátum alltaf fundið einhver tengsl við íslenskan mat :-) Apfelstrudelið var eins og vilko sætsúpa, kaese-smerreln eins og pönnukökur með 25 eggjum og flórsykri..grænmetisbökur sem voru eins og brunnið laufabrauð!!! Já og svo var alltaf sama súpan í forrétt í þrjá daga..nema mismunandi útfærslur hvern dag. Núðlur einn dag í súpunni, eitthvað kornfleks næsta dag og svo bara skellt rjóma í afganginn til að hafa þriðja daginn. Við Magga vorum sennilega ekki mjög kurteisar við matarborðið þar sem við hlógum eins og vitleysingar nánast allan tímann, ég meina hvað var hægt að gera annað???
Svo þegar við komum heim var bara farangri hent inn í herbergi og síðan drifum við okkur í Erasmus partý, allt í rólegum fíling enda búin að vera strembin vika á undan. Í gær fórum við síðan nokkur í tívolígarðinn hér í Vín (Prater) og það var geggjað gaman, smá adrenalíntripp og ég fílaði það.
Reyndar er fílingurinn hjá Erasmusunum ekki alveg nógu góður núna móralslega séð... við Magga erum að reyna að malda í móinn, vitnuðum meira segja í dýrin í Hálsaskógi...öll dýrin í skóginu eiga að vera vinir!!! En það er svona stundum einhverjir fáránlegir stælar sem kosta það að einhver er útundan og það ÞOLUM VIÐ EKKI!!!
Jæja ég ætla nú ekki að vera tuða um það hér... við erum amk að reyna ala þetta lið upp :-)
Nú er Magga að fara til Feneyja og ég ein heima í 3 daga....snökt,snökt
en segi þetta gott í bili.....