Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

mánudagur, maí 26, 2003

Jæja loksins búin að senda svona eins og 22 kíló heim í ferðatösku í pósti.Það er miklu ódýrara og þægilegra heldur en að rogast með allt draslið í flug þann 12. júní. Við borguðum rétt rúman 4000 kall fyrir þetta á meðan við borguðum 8000 fyrir yfirvigt á leiðinni hingað!!! Jamms þetta verður komið heim um svipað leyti og við þannig að það er í lagi.
Fór svo seinnipartinn á línuskauta með Helgu.. vorum voða kúl á því og ákváðum að skauta um borgina sem við og gerðum...bara villtumst pínu, skautuðum í hringi og svona. Þeir sem þekkja okkur vita að það er ekki hægt að stóla á að við komumst auðveldlega á leiðarenda..Eydís Bára veit það langbest hehehe það vantaði hana til að lóðsa okkur um. VIð semsagt, þrátt fyrir að þekkja okkur sæmilega um hér, vorum ekki alveg að ná áttum. VIð vorum með kort en það skiptir nú ekki máli hvort það snýr upp eða niður fyrir mér og held Helgu líka þvi við vorum heillengi að skilja hvernig það átti að snúa hehehehe. Þetta var algjör snilld að skauta bara eitthvað því maður finnur sig alltaf aftur, það er ekki málið.
well kominn háttatími... ;-)
Það er nú meiri bongóblíðan hérna þessa dagana.. við Magga, Helga, Mette og Ingunn og fjölsk. fórum og lágum í sólbaði eins og skötur í einum af mörgum strandagörðunum hér við Dóná. Það er alveg ótrúlegt hvað það er gjörsamlega allt til alls hér!! Það þarf ekkert að fara til sólarlanda því það er nóg að taka lest í smástund og þá er það komið!!!
Við Magga erum að fara á eftir að senda eins og eina ferðatösku heim í pósti...til að sleppa við yfirvigtina sko, og svo ætlum við að skella okkur á línuskauta meðfram Dóná... það er geeeeðveikt gaman!!
Jæja er rokin í bili..... :-þ

sunnudagur, maí 25, 2003

Eurovisionparty hjá Ingunni og Agli, allir voða spenntir að horfa, svaka stuð!!! Birgitta og félagar stóðu sig bara vel, gott að vera á topp 10 ;-) Eftir keppni sátum síðan og höfðum það huggulegt með rauðvín og malibu þangað til U-bahn fór að ganga aftur... semsagt stuð í Vínarborg!! Við vorum nú samt ekki alveg sátt við að Ísl fékk engin stig frá Austurríki en við kusum fullt!!! Það er allt of mikið af Tyrkjum hér sem hafa tekið allt plássið!!
Jæja nú er komið að því að skella sér í sólbað!!!! SSSSSSSSSjáumst ;-þ
úff mar það er svo gott veður úti að mar hefur engan tíma til að bloggast....en ég ætla nú aðeins að segja ykkur..
Síðustu helgi fór ég semsagt í heimsókn til Rósu Kristínar og fjölsk. í Salzburg og það var alveg æðislega gaman...gott að komast í sveitasæluna ;-)
hehehehe á leiðinni þangað tók ég nú smá séns.. við Magga skiptumst á skilríkjum og ég ferðaðist sem Magga!!! Hún er nebblega ennþá með skólaafslátt í lestina en ég ekki...orðin of gömul, en þá er bara að bjarga sér!! tíhíhí ég hef ekki mikið lært af reynslunni í lestarævintýrinu þarna um daginn, en hva það þarf að taka smá áhættu í lífinu. Það halda hvort sem er allir að við Magga séum systur og hvers vegna ekki að prófa!!
Nú skólavikan var síðan með hefðbundnu sniði.. við hittum Rúnar þar sem hann var í heimsókn í PEDÄK og það var gaman að spjalla við hann og bera saman skólana... Svo á fimmtudaginn fórum við Magga og Helga að hitta Ingunni í gleði í skólanum hans Egils og það var svaka stuð..vorum þar þangað til U-bahn fór að ganga aftur og héldum heim á leið í góðum gír, syngjandi glaðar. Það fór nú ekki vel í landann... við fengum svoleiðis augnaráðið frá liðinu í U-bahn hehehe en það var bara gaman, Vínarbúar eru hvort sem er alltaf svo fúlir í U-bahn hehehe Nú við komum við á Karlsplatz og keyptum okkur nýbakað brauð í morgunmat, það var nú ekki slæmt fyrir svefninn..:-þ Varð síðan að vakna í píanótíma e ca 3 tíma blund... það gekk ágætlega,kom aðeins of seint og kennarinn minn spurði hvort ég væri ekki hress... skil ekkert í henni þar sem ég er alltaf svo hress ha?! tíhíhí ok var kannski ekki alveg í gírnum.. Í landeskunde fórum við svo á snafsasafn!!! þar skoðuðum við fjölskyldufyrirtæki og fengum síðan að smakka afurðirnar sem var OK en annars ekkert sérstakt...er ekkert voðalega mikið í snafsagírnum.
Úm kvöldið fórum við út að borða með nokkrum Íslingum í rólegum fíling og síðan var náttúrlega partý á Erlach þegar við komum heim... Ég fór nú snemma í bólið þar sem ég þurfti að vakna snemma á laugard. til að fara með Terese æfingakennara í skoðunarferð. Við fórum í Karnuntum..rómverskar rústir fyrir utan Vín.. áhugavert að sjá og rosalega fínt veður. En vá hvað ég var samt þreytt þar sem ég gat nú ekki sofið mikið fyrir partýlátum en það reddaðist alveg.. fékk mér hænu þegar ég kom heim til að vera fersk fyrir Eurovision ;-)

fimmtudagur, maí 15, 2003

fjúff, þetta var nú meiri dagurinn!!! Byrjaði ágætlega, enginn skóli þannig að ég var bara í rólegum fíling. Fór samt í skólann þar sem ég ætlaði að æfa mig á píanó en það gekk ekki upp þar sem enginn vildi opna fyrir mig stofu!! Arrrrg varð nú frekar pirruð út í starfsfólk skólans en þau báru þau rök fyrir sig að það þyrfti að vera tónistarkennari á staðnum til að opna fyrir mig!!! Þvílíkt bull! Þetta er bara svo typical fyrir þjónustulund heimamanna ég meina ok þau eru kannski ekki á bestu launum í heimi en ég fussa nú bara á þetta lið og hananú!
EN dagurinn er ekki búinn, rétt að byrja..... þar sem við vorum ekki í skólanum í dag, ákváðum við Magga, Mette og Melina að skreppa í stóru "kringluna" hér sem er nú ekkert merkilegt en þetta var nú samt ævintýri. Málið er að við tókum náttúrlega lest þangað þar sem það er okkar aðalferðamáti, og viti menn á leiðinni heim fengum við aldeilis að finna fyrir því.... vorum nánast handteknar!! Þá vorum við víst ekki með réttan lestarmiða.....VÚBBALA.... af því að við vorum komnar út fyrir Vín, og hvernig í andsk.. eigum við útlendingarnir að vita það?!
well við svosum vissum aðeins en bara pínulítið að við þyrftum að kaupa miða en ákváðum að taka sénsinn þar sem þetta var bara ein stöð tíhíhíhí en það gekk ekki upp :-þ
Við þóttumst náttúrlega ekkert tala þýsku eða skilja, en við þurftum að fara út með "miðavörðunum" á næstu stöð og þeir voru aldeilis með stæla!! Ok við vorum ekki með miða en mannleg samskipti voru ekki til af því við vorum útlendingar!! Þeir miskunnuðu þó yfir okkur þar sem við vörum "fatlaðir útlendingar" í Vín og svo vitlausar en það var einmitt þannig sem þeir töluðu um okkur á þýsku auðvitað... Við þurftum mjög að vanda okkur við að missa okkur ekki algjörlega og segjast skilja hehehe Við sluppum þó helv. vel...borguðum saman 50 evrur í staðinn fyrir 60 evrur á mann!! Þetta var nú meira ævintýrið því varðafíflin hótuðu að hringja á lögguna ef við borguðum ekki, við vorum bara ekki með nógan pening á okkur...enduðum með því að borga 50 í stað 60, þessar 10 evrur voru nú samt stórmál í þeirra augum því við Magga þurftum að labba með einum verðinum til að leita að hraðbanka en hann fann engann. Og náttúrlega á meðan leitinni stóð var hann með stæla, spurði hvort við hefðum engar upplýsingar um Vín o.s.frv en þegar hann fann ekki banka ehehehehe fékk hann það aldeilis borgað tíhíhíhíhí ég barasta VARÐ að stríða honum á því hvurslags vitleysa þetta væri, af hverju hann hefði ekki upplýsingar um næsta banka!!! Hann gat engu svarað..... huh gott á hann bara því nú gátum við ekki borgað þessar skitnu 10 evrur!! En ætli mar taki nokkuð aftur svona séns áður en ég kem heim, þetta er ágætt svona einu sinni tíhíhí ;-þ
Eftir þetta allt saman fór ég síðan á tónleika... sem var gott til að setjast niður og láta hugann reika :-) EN núna langar mig svo í einn öl en það er bara ekkert til í ísskápnum búhúhúúú :-/ Kannski bara best að fara sofa..

miðvikudagur, maí 14, 2003

hurru þetta er svona langt og fínt ;-)
Gleymdii samt að segja frá því að ég fékk litla sæta afmælisgjöf í gær og átti að nota í óperuna eða á tónleika.. og Ásta og Bjarkey:tók ykkur á orðinu og fór í óperuna í gær, svaka gaman ;-)
Var svo að fá boðskort í brúðkaupið þeirra Temma og Margrétar...allt að gerast mar...
hmm langt síðan ég hef sest við skrif...sem þýðir bara mikið að gera ;-) Best að rifja upp síðustu viku hehehe. hmmm á laugardaginn fór ég með Terese "æfingakennara" ásamt fleiri nemendum til Klosterneuburg í svaka skoðunarferð!! Það var skondið að koma þangað því það er eins og mar sé bara komin langt út fyrir Vín og jafnvel til Ítalíu eða e-ð. Það er allt út af byggingastílnum sko...hehehe Terese var sko gangandi sögubók um byggingalist og sögu Klosterneuburg, skildi nú ekki alveg allt en kinkaði bara kolli tíhíhí. Við gengum þarna um og fórum inn í "stiftung" risa kirkja og kastali og þar fórum við inn í alla króka og kima, hún fékk barasta lykla af öllu dótinu. Það var mjög áhugavert, fullt af kapellum og herbergjum og svo allt í einu lentum við á þessum líka fínu tónleikum!! Jájá við fórum bara bakdyramegin inn þar sem prestarnir ganga um!! Hún hafði master-lykil að öllu og hikaði ekki við að smygla okkur inn!!
Tónleikarnir voru mjög áhugaverðir, barrok-tónleikar með fullt af barrokhljóðfærum sem ég hef aldrei séð áður..bara hlustað á og séð myndir í tónlistarsögu hjá Íbba hehehe.
Jæja nóg um það... leiðin lá aftur til Vínar og ég á röltinu heim að hugsa hvort ég ætti að fylgjast með kosningum heima á fróni ( þar sem ég hef svo mikinn áhuga!!) þegar ég rekst á Keisuke (japan) granna minn á Erlach. Hann var að fara á píanókonsert og ég skellti mér bara með.. kannski ekki alveg í viðeigandi klæðnaði hehehe var í "sandölum og ermalausum bol" en var nú svosum með peysu sem ég gat skellt mér í. Tíhíhíhí það var nú svolítið skondið að mæta í Konserthaus svona klædd því þarna er öll flóran allt frá túristafílingnum (í þessu tilfelli ég ásamt nokkrum fleirum) upp í pallíettusíðkjóla!!!
Held að ég hafi alveg fengið skammtinn af tónleikum þennan daginn ;-) En þá voru það kosningarnar... skellti mér til Ellu og Leó í heimsókn en þar voru Helga og Steini og Hjálmar líka. Við hlustuðum á nýjustu tölur með öðru eyranu..annars höfðum við það bara huggulegt og spjölluðum..þar sem við gátum ekki séð bara hlustað...

Sunnudagurinn var síðan rólegur....svaf vel og lengi..enda kom ég heim rúmlega 6! Við biðum sko eftir því að U-bahn færi að ganga aftur til að komast heim ;-) Allt í rólegum fíling þann daginn semsagt. Reyndar skelltum við Magga og Mette okkur upp í Donáturninn (200 og e-ð metra hár) og sáum frábært útsýni yfir Vín. ;-)

Mánudagur hefðbundinn líka... skóli, reyndar búin snemma þannig að ég Magga og Melina ákváðum að fara að skoða Schönbrunn. Það var nú hálfgerð fýluferð þar sem við erum búnar að bíða í allan vetur að fara þangað af því að við vildum sjá hallargarðinn í blóma en það var búið að taka öll blóm, þau voru sko fyrir 2 vikum. Það þýðir að við þurfum að skella okkur þangað aftur.
í gær var enginn skóli..bara verkfall þannig að við Magga og Mette fórum á Mariahilfer (laugavegurinn) og við Magga fundum fínar ferðatöskur sem við keyptum til að fylla og senda á undan okkur hehehe. Veðrið var ansi skondið í gær.. sól um morguninn og þrumur,eldingar og risahaglél seinni partinn!! Haglélin voru á stærð við rúsínur ég get svarið það!!! Það er búið að vera frekar leiðinlegt veður hér síðustu daga...samt alltaf sól inná milli..
Jæja er þetta ekki orðið gott???

fimmtudagur, maí 08, 2003

Enn sit ég í sól og blíðu og 30 stiga hita.... langaði bara láta ykkur vita hehehe. Þetta er bara frábært, fínasta sumarfrí áður en ég kem á klakann því þá tekur bara vinnan við á Eddunni, einu sinni enn. Svo bara kosningar um helgina...ég er búin að kjósa en það var nú pínu skondið þar sem mar hefur nákæmlega ekkert kynnt sér málefnin hehehe var alveg eins og þegar ég kaus í fyrsta skipti, kaus bara til að kjósa. Það er nú kannski ekki sniðugt en svona er ég bara hehehe nett kærulaus um ísl pólitík!
Jæja farin í sólina...þarf síðan að fara í dag í vettvangsferð með æfingakennslunni, er í 7 ára bekk og voða gaman.
Bið að heilsa....

þriðjudagur, maí 06, 2003

sól sól skín á mig trallallaaa.... er semsagt í góðum fílíng í Vín í 25-30 stiga hita og fíneríi. Allt gengur sinn vanagang já og mín er bara komin í æfingakennslu!! Samt bara til að fylgjast með kennslu...hehehe sé mig ekki alveg fara kenna á þýsku!!!! Annars er ótrúlegt hvað það gengur að tala en það er dagamunur!!! Stundum stendur maður gjörsamlega á staminu en stundum gengur það fínt..gaman af því bara.
Við Magga erum komnar með flug heim... 12. jún - það er alveg ótrúlega stutt í það...gott að koma heim en samt líka gott að vera hér hehehe í blíðunni..
bið að heilsa í bili..

laugardagur, maí 03, 2003

hvaða hvaða... bara snjór og læti á Ísl?? Hér er búið að vera 25 stiga hiti eða meira í nokkra daga :-) og sól trallalla. Maður er nú ekki alveg tilbúin til að hanga inni í skólanum í svoleiðis veðri en það er í lagi á meðan það eru ekki langir dagar.
Lífið hér er fínt semsagt, en samt pínu skrítið hvað Erlachplatz er tómt því það eru svo margir erasmusar farnir heim aftur :-/ Það þýðir að það er orðið svakalega stutt þangað til við Magga komum heim!! Kannski við þyrftum að fara spá í miða heim en það er einhvern veginn ekki það sem okkur langar að hugsa um akkúrat núna hehehe en það tekur víst allt enda einhvern tímann.....