Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

föstudagur, október 29, 2004

obbosí!!!

Mér brá nú heldur betur í morgun kl 07:00 þegar útvarpsvekjarinn gaulaði yfir mig fréttunum! Verkfalli frestað og skólastarf að hefjast á ný! Úff það verða aldeilis viðbrigði að fara kenna heilum bekk allt í einu.. en sem betur fer er nú helgin til að undirbúa, hefði ekki meikað það strax í dag. En þetta er nú samt gott og gaman að geta unnið undir eðlilegum kringumstæðum aftur, hlakka líka til sko hehehe.

Var í gær með Marimba-sveitina mína í fyrsta skipti og það gekk alveg rosalega vel og allir krakkarnir í dillandi stuði við spileríið. Já þetta verður alveg magnað.

Um helgina er ég að hugsa um að dorma algjörlega... skondrast í dalinn eða eitthvað skemmtilegt...


miðvikudagur, október 27, 2004

Nú er frost á fróni...

Nei þorrinn er ekki kominn en vissulega er frostið farið að bíta í kinnarnar!! Það er geggjað veður..ískalt en aaalveg magnað, nú vantar bara meiri snjó í fjallið hehe til að ég geti farið að hita mig upp fyrir skíðaferðina um páskana!!

Mikið að gera í félagsstörfum þessa dagana, allt við sama heygarðshornið í kennslunni nema að ég er að byrja með marimburnar aftur á morgun þar sem settið var í stillingu og eitthvað, en það verður spennandi. Gerði svolítið í dag hehehe og ég á síðan eftir að sjá hvað kemur út úr því... kemur í ljós á föstudaginn!

Mikið að gera í tónó og töfraflautunni, bara gaman.. en ég þarf nú samt að fara drattast til að klára mína blessuðu lokaritgerð með henni Möggu, það situr aðeins á hakanum en hún mun klárast fyrir áramót fjandinn hafi það!!!

föstudagur, október 22, 2004

Hrmpf!!

Jæja komin helgi og verkfall enn í fullum gangi... fannst magnað hvað kennarar létu menntamálaráðherrann fá það óþvegið í dag.. það var alveg kominn tími á það. Jájá skólamálin eru held ég svei mér þá að fara til fjandans í þessu þjóðfélagi!! Allir vilja leggja niður litlu skólana til að spara pening.... usssss svei attan! Það er ekkert verið að hugsa um hagsmuni nemenda hvað það varðar heldur er hugsunin að hrúga sem flestum í einn skóla og hafa í kringum 30 nem í bekk til að spara peninga... Ekki langar mig að starfa í þannig umhverfi, svo mikið er víst.
Mér finnst að það ætti að halda í litlu skólana eins lengi og mögulegt er... það má alltaf finna einhverja lausn til að halda þeim gangandi.. Til dæmis Húsabakkaskóli, þar sem ég ólst upp, það er nú ekki mikið mál að hafa yngri börnin þar í skóla og eldri börnin í Dalvíkurskóla- þá er komin lausn á annars fáránlegu máli þar í byggð. En nei.. það er víst einstefna þar á bæ, það á að loka skólanum ef þessir strumpar sem eru í stjórn fá að ráða!! Meiru vitleysingarnir maður minn!! Fólk er ekki að átta sig á því að Húsabakkaskóli er á svipuðum standard og einkaskólar erlendis, lítill skóli með öfluga kennslu á öllum sviðum, bóklega, verklega og er mjög menningarlega sinnaður. Það er sko alls ekkert sjálfsagt í skólum nú til dags, mér finnst grunnskólakerfið í dag snúast allt of mikið um akademískt nám... börn fá ekki mikið tækifæri til að fá útrás fyrir listrænum hæfileikum sínum í námi líkt og tíðkast í leikskólum til dæmis.

Jæja nóg um það!!

mánudagur, október 18, 2004

jújú ég er hér enn...

Jájá.. ég er ekki að standa mig hérna, einfaldlega ekki haft tíma. Sem er kannski skrítið þar sem ég er svona næstum því í verkfalli, ég meina... ég mæti í vinnuna en hvað fæ ég mörg börn á dag?? jú sex börn er metið annars eru það engin börn eða kannski eitt!! Já það er gaman að vera forskólakennari þessa dagana, ég myndi nú frekar vilja hafa fullt að gera heldur en svona hálfkák! En þetta mun vonandi gefa mér hærri laun í framtíðinni sem verðandi kennari heheh það verður nú að horfa á björtu hliðarnar ;-)

Nú er bara kominn vetur á Ak og það er einhvern veginn þannig að þegar það kemur snjór, þá dett ég í skólagírinn, kemst í æfingagírinn í Tónó og svona sem er mjög gott því það er mikið að gera við undirbúning Töfraflautunnar og nóg að læra!!

Var að mála hjá mér í Helgamagra þar sem ég bjóst við því að vera hér fram á vor en hvað kom á daginn?? Jújú fékk þau hrikalegu tíðindi að verðandi KAUPANDI hússins sé í greiðslumati og ef allt gengur upp þá þarf ég að flytja út!!! Ansans vandræði það.. ég er ekki alveg að nenna flutningsstandi akkúrat núna! En þetta er víst svona þegar leigumarkaður er annars vegar. Já maður nefnir það nú ekki sama daginn hvað allt er fljótt að breytast.

Kominn tími á náttfötin og snemma að sofa því ég þarf sko að vakna snemma til að skondrast upp í Síðuskóla - labbandi nota bene - þar sem ég kann ekki á strætóinn hérna hehehe og er enn á sumardekkjum og allt fullt af snjó!! Bara hressandi!!!