Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

mánudagur, október 18, 2004

jújú ég er hér enn...

Jájá.. ég er ekki að standa mig hérna, einfaldlega ekki haft tíma. Sem er kannski skrítið þar sem ég er svona næstum því í verkfalli, ég meina... ég mæti í vinnuna en hvað fæ ég mörg börn á dag?? jú sex börn er metið annars eru það engin börn eða kannski eitt!! Já það er gaman að vera forskólakennari þessa dagana, ég myndi nú frekar vilja hafa fullt að gera heldur en svona hálfkák! En þetta mun vonandi gefa mér hærri laun í framtíðinni sem verðandi kennari heheh það verður nú að horfa á björtu hliðarnar ;-)

Nú er bara kominn vetur á Ak og það er einhvern veginn þannig að þegar það kemur snjór, þá dett ég í skólagírinn, kemst í æfingagírinn í Tónó og svona sem er mjög gott því það er mikið að gera við undirbúning Töfraflautunnar og nóg að læra!!

Var að mála hjá mér í Helgamagra þar sem ég bjóst við því að vera hér fram á vor en hvað kom á daginn?? Jújú fékk þau hrikalegu tíðindi að verðandi KAUPANDI hússins sé í greiðslumati og ef allt gengur upp þá þarf ég að flytja út!!! Ansans vandræði það.. ég er ekki alveg að nenna flutningsstandi akkúrat núna! En þetta er víst svona þegar leigumarkaður er annars vegar. Já maður nefnir það nú ekki sama daginn hvað allt er fljótt að breytast.

Kominn tími á náttfötin og snemma að sofa því ég þarf sko að vakna snemma til að skondrast upp í Síðuskóla - labbandi nota bene - þar sem ég kann ekki á strætóinn hérna hehehe og er enn á sumardekkjum og allt fullt af snjó!! Bara hressandi!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home