Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

miðvikudagur, október 29, 2003

Vá maður!!! Það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana... er að reyna að komast yfir verkefni sem ég hefði náttlega átt að vera löngu byrjuð á en einhvern veginn alltaf dregist.... hvurnig stendur áessu?? Alltaf á síðasta snúning með allt... sennilega af því að það reddast ALLTAF!! hehehe
Ætla að skella mér í borgina um helgina á tjútt... það verður ekki leiðinlegt. Ég er ekki enn búin að komast að þessu með gestinn á hæðinni fyrir ofan mig... kannski er húsið bara tómt, who knows??!!
Well nú er bara að koma sér inn í draumalandið til að geta vaknað hress í fyrramálið til að fara í skólann og svo er smá dauður tími og svo er vinna og svo er skóli aftur og svo verkefni!! Ef einhver hefur ekkert að gera þá get ég sko alveg lánað einhverjum eitthvað til að gera tíhíhíhí
Hilsen

þriðjudagur, október 28, 2003

Úti er alltaf að snjóóóóaa .... dararalllallallallæ osfrv.. 'I dag snjóar á AK og er frekar dimmt yfir!!
Hvað haldiði að hafi komið fyrir mig í gær. Gvuuuuð minn góður, ég varð nú barasta smá smeyk. Þannig er að ég leigi í risastóru húsi... bara jarðhæðina sko en gamla konan sem leigir mér býr á 3 hæðum. Nema hvað að hún er ekki búin að vera heima í 3 mánuði en svo allt í einu í gærkvöldi um kl 01:00 var einhver að fara þangað inn!!!´
Ég vissi bara ekki mitt rjúkandi ráð... átti ég að skondrast á náttfötunum með pönnu inn í íbúðina hennar til að tékka á þessu??? ákvað nú bara að bíða og sjá því ég hélt að mér hefði misheyrst. Neinei þá var sturtað niður þarna á efri hæðinni þannig að það var pottþétt einhver þarna!!! Og hvað gerði ég í málinu???
Eftir smávegis vangaveltur... sneri ég mér á hina hliðina og fór að sofa!!! Pældi svo bara í því í morgun þegar ég vaknaði... úps ef þetta hefði verið þjófur þá hefði hann bara getað rænt mér og mínu hafurtaski líka!!!! En þetta var amk heimilislegur þjófur þá... skrapp á klósettið og svona... og skildi eftir útiljós. Er ekkert búin að fara heim í dag.. det er spænende að sjá hvaða mannaþefur var í mínum húsum!!! ......

Nú er loksins komin drög að próftöflu og náttlega er ég að BYRJA í prófum 15. des og búin 17. des!! Jájájá tilvalið að skondra þessu bara öllu í eina súpu, þrjú próf á þrjá daga!!! Segi nú eins og í andrésblöðunum... hrmfh, stuna og andvarp!! Mig langaði svooo í langt og gott jólafrí eða amk að vera búin i prófum um miðjan des!

Iss maður horfir bara á björtu hliðarnar því heimurinn gæti nú verið verri trallallaaa... hmm er í svona finna lög við allt -skapi núna..lærði það af einum furðufugli frá Hollandi sem var í Vínarborg á sama tima og ég. Það er nú bara lúmskt gaman.

Svo er ég barasta farin að læra á gítar á fullu, þannig að ég fer að verða klár í party og útilegurnar hehehehe

later...................

laugardagur, október 18, 2003

jamm og já... er nú að bíða eftir því að komast heim er að vinna á bókasafninu en þarf að vera lengur... það er verið að opna geysimagnaða sýningu í HA (eða þannig)... skrilljón myndir af Thames á... sko bara myndir af einhverju ölduróti og þær eru allar eins gætu alveg eins verið teknar úr trillu hér við Eyjaförð þar sem "listamaðurinn" hefði fundið lausn á því hvernig hann ætti að eyða filmunni í myndavélinni og taka því bara myndir af sjónum!! Sko það eru nú til takmörk fyrir þessu, hvað er list og hvað ekki!! Hvar er líka fjölbreytnin??!!
ER ekki alveg að finna myndlistaandann svífa yfir mér í dag...
Annars er ég bara í þokkalegum gír... fékk verkefni til baka í gær ....svona líka ánægð með það...sérstaklega þegar kennarinn héld dágóðan pistil um ýmislegt sem betur hefði mátt fara almennt í bekknum. Hélt að nú fengi ég laglega á baukinn en neinei...mín í skýjunum :-þ
Hey ég má fara núna... dúdderí

miðvikudagur, október 15, 2003

hmmmm komin aftur.... það er bara svo mikið að gera hjá mér, sérstaklega í því að gera ekki neitt hehehehe
Neinei fínt að gera í tónó en það virðist eitthvað sýna sig smávægilegur athyglisbrestur svei mér þá þegar ég ætla að vinna einhver verkefni í bóklegum greinum.... held að mig vanti bara austurríska skólakerfið aftur!!! En þetta reddast nú alveg, ég vil bara fá...(sko ótrúlegt þar sem ég er ekki þekkt fyrir að vera skipulögð)... próftöfluna fyrir jólaprófin fljótlega til að plana tímann!!! Veiiiii hvað ég er dugleg hehehehe

Við Magga erum meira að segja líka komnar með hugmynd að lokaritgerð og jafnvel að fara byrja á henni fljótlega.... og við bara töluvert í tíma miðað við bekkjarfélaga okkar!! Tíhíhíhí maður er nú ekki bara skussi sko!!!

Ég þarf nú að fara skondrast í að raka saman laufblöðum úr garðinum hjá mér því það er óþolandi hvað þau fjúka alltaf inn til mín. Og svo fjárans fiðrildin....ég hata þau!!! Það er alveg sama þó ég hafi kveikt á einu litlu kerti þá eru komin 30 fiðrildi þar í kring! Kannski svoldið ýkt en samt..sko ég gleymdi að sloökkva ljósið á baðinu í gær þegar ég fór í skólann og vvváááá maður, það sást ekki í rúðuna fyrir fjárans fiðrildum þegar ég kom til baka!!! Þau eru svo ógeðsleg...lufsast einhvernveginn áfram mjööög svo máttlaust. hmmmm nóg um það, kominn tími á að æfa píanóið og blokkflautuna.....

fimmtudagur, október 02, 2003

Þegar þrjú M eru annars vegar, þá er alltaf stuð!! Ég, Magga og Mette erum semsagt stuðboltarnir og við skelltum okkur í svaaaakalegt road-trip í gær!! Við skoðuðum Goðafoss,Mývatn,Námaskarð, Víti,Dimmuborgir,Dettifoss,Ásbyrgi,Hljóðakletta svona til að telja eitthvað upp. Við Magga vorum að sýna Mette landið auðvitað og gekk svona glimrandi vel...náttlega á PÓLÓlNUM MÍNUM ég á hann sko alveg skuldlausan síðan um hádegisbilið í dag!!!! Ekkert smááá ánægð!!
Hann kom okkur sko hvert sem er í gær, leiðin að Dettifossi er nú ekki upp á marga fiska..ekkert nema urð og grjót og drullupollar. Þarf nú að splæsa alþrif á kaggann, en það er í lagi, alveg kominn tími á það ;-) En þetta hjökkuðumst við í gegnum og höfðum gaman af. Við Magga erum kannski ekki alveg bestu guidarnir sem finnast.. héldum eiginlega að við værum bara villtar á tímabili á leiðinni að Dettifossi. Þarna vorum við, in the middle of nowhere, ekki alveg sjúr hvort þetta væri rétt leið því okkur fannst að vegurinn hlyti nú að vera betri að svona náttúrperlu og túristastað!!! Haaaaa vegagerð??!

Við enduðum okkar ferðalag í gær á bíóferð og skemmtum okkur konunglega á Freaky Friday!!