Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

miðvikudagur, desember 14, 2005

ég skal segja ykkur það!!!

Já nú er ég bara í meðferð og gengur vel skref fyrir skref.. nenni nú ekki að taka markviss 12 spor sko, rölti frekar bara í rólegum fíling. Það er gaman að segja að ég sé í meðferð og sjá hvernig fólk bregst við.. sumir setja upp "æi greyið" svip aðrir verða hissa og enn aðrir vita ekki hvernig þeir eiga að vera. Ég er ekki í meðferð gott fólk! Eða jú kannski, er að læra hvernig á að beita agarödd og tala með réttri tækni og svona, það er mín meðferð án göngutúra um 12 mismunandi landslög :-)

Held að í fyrsta skipti á ævinni er ég nánast búin að kaupa allar jólagjafir, það er mikill sigur því venjulega er ég á allra síðasta snúning að redda því..gott að vita að ég á það til að breyta til hehehe

Fór í borgina síðustu helgi, kíkti á næturlífi og leið eins og hangiketi á eftir því ég var svo reykt í gegn!! Djöfulsins fýla sem kemur af rettureyknum, ég er klárlega hlynnt því að banna reykingar á skemmtistöðum.. þetta fer líka svo illa með dívuröddina mína ;-) Já gott fólk, ég er fanastískari en áður gagnvart sígarettureyk en get þó ekki sagt að ég hætti að sækja staði eins og Karó eða annað, of mikil félagsvera til þess!!

Er með matarboð í kvöld, hlakka til :-) er að komast í "sænska kokka stöðuna" og verð vonandi mér til sóma í eldamennskunni ( efast reyndar ekkert um það hehe)

laugardagur, desember 03, 2005

styttist í jólafrí

Nú er kominn desember sem þýðir stutt í jólafrí. Reyndar styttist það óðum hjá mér, gæti farið í jólafrí í næstu viku!! Jámm það er nú skrítið, en nú hef ég komist að því að ég kann ekki að tala!! Hljómar undarlega þar sem ég er oftast talandi út í eitt og því ætti ég að vera útlærð í þeirri tækni, komin á þennan aldur. En það er víst ekki heldur er ég komin með raddþreytu og góðan skammt af henni, því þarf ég að fara í sjúkraleyfi takk fyrir takk og læra að tala í talkennslu! Alltaf læri ég eitthvað nýtt hehehe. Ég gæti þá lufsast til að skrifa jólakort í ár og komið þeim í póst líka, ekki gert eins og undanfarin ár að skrifa þau og gleyma síðan að senda þau ;-/ Vinir mínir kærir fyrirgefa mér það vonandi en batnandi mönnum er best að lifa.. ég hlýt að geta bætt mig í þessu. Annars heillar mig mjög að senda jólakveðju á gufuna - það er eitthvað svo jólalegt að hlusta á kveðjurnar en það er líka gaman að opna jólakortin á aðfangadagskvöld eftir jólasteikina. ER ég komin í jólaskap? ja svei mér þá!!

Þarf að fara koma mér í sparigallann, svaka menningardagskrá í dag. Mæting á listasafnið til að taka við styrk til Tónlistarfélagsins frá KEA sem forseti vor Ólafur Ragnar afhendir, eins gott að mæta með sparibrosið. Það voru hádegistónleikar í gær í Ketilhúsi og frábær mæting:-) ..og allt að gerast með nýjársdansleikinn þann 7.jan 2006 margir búnir að skrá sig jibbííí það verður stuð!

Jámmm það held ég nú...