Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

miðvikudagur, desember 14, 2005

ég skal segja ykkur það!!!

Já nú er ég bara í meðferð og gengur vel skref fyrir skref.. nenni nú ekki að taka markviss 12 spor sko, rölti frekar bara í rólegum fíling. Það er gaman að segja að ég sé í meðferð og sjá hvernig fólk bregst við.. sumir setja upp "æi greyið" svip aðrir verða hissa og enn aðrir vita ekki hvernig þeir eiga að vera. Ég er ekki í meðferð gott fólk! Eða jú kannski, er að læra hvernig á að beita agarödd og tala með réttri tækni og svona, það er mín meðferð án göngutúra um 12 mismunandi landslög :-)

Held að í fyrsta skipti á ævinni er ég nánast búin að kaupa allar jólagjafir, það er mikill sigur því venjulega er ég á allra síðasta snúning að redda því..gott að vita að ég á það til að breyta til hehehe

Fór í borgina síðustu helgi, kíkti á næturlífi og leið eins og hangiketi á eftir því ég var svo reykt í gegn!! Djöfulsins fýla sem kemur af rettureyknum, ég er klárlega hlynnt því að banna reykingar á skemmtistöðum.. þetta fer líka svo illa með dívuröddina mína ;-) Já gott fólk, ég er fanastískari en áður gagnvart sígarettureyk en get þó ekki sagt að ég hætti að sækja staði eins og Karó eða annað, of mikil félagsvera til þess!!

Er með matarboð í kvöld, hlakka til :-) er að komast í "sænska kokka stöðuna" og verð vonandi mér til sóma í eldamennskunni ( efast reyndar ekkert um það hehe)

2 Comments:

  • At 10:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    O ég skil þig. Sem örugglega fáir gera. Raddar vesen sökkar feitan hund! Hef reyndar aldrei farið í meðferð....hehe

    Lilja

     
  • At 12:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hey, reykingar eru viðbjóður. Danir ættu að taka upp reykingarbann eins og Kanadamenn.

    Hrólfur Máni (grella bro)

     

Skrifa ummæli

<< Home