Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

laugardagur, desember 03, 2005

styttist í jólafrí

Nú er kominn desember sem þýðir stutt í jólafrí. Reyndar styttist það óðum hjá mér, gæti farið í jólafrí í næstu viku!! Jámm það er nú skrítið, en nú hef ég komist að því að ég kann ekki að tala!! Hljómar undarlega þar sem ég er oftast talandi út í eitt og því ætti ég að vera útlærð í þeirri tækni, komin á þennan aldur. En það er víst ekki heldur er ég komin með raddþreytu og góðan skammt af henni, því þarf ég að fara í sjúkraleyfi takk fyrir takk og læra að tala í talkennslu! Alltaf læri ég eitthvað nýtt hehehe. Ég gæti þá lufsast til að skrifa jólakort í ár og komið þeim í póst líka, ekki gert eins og undanfarin ár að skrifa þau og gleyma síðan að senda þau ;-/ Vinir mínir kærir fyrirgefa mér það vonandi en batnandi mönnum er best að lifa.. ég hlýt að geta bætt mig í þessu. Annars heillar mig mjög að senda jólakveðju á gufuna - það er eitthvað svo jólalegt að hlusta á kveðjurnar en það er líka gaman að opna jólakortin á aðfangadagskvöld eftir jólasteikina. ER ég komin í jólaskap? ja svei mér þá!!

Þarf að fara koma mér í sparigallann, svaka menningardagskrá í dag. Mæting á listasafnið til að taka við styrk til Tónlistarfélagsins frá KEA sem forseti vor Ólafur Ragnar afhendir, eins gott að mæta með sparibrosið. Það voru hádegistónleikar í gær í Ketilhúsi og frábær mæting:-) ..og allt að gerast með nýjársdansleikinn þann 7.jan 2006 margir búnir að skrá sig jibbííí það verður stuð!

Jámmm það held ég nú...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home