Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

nú er aldeilis tekið á því!!!

Jámm komin heim úr magnaðri skíðaferð í Sölden - geeeeðveikt stuð! Gott veður allan tímann og ég er, þó ég segi sjálf frá, born to ride snowboard!! Það gekk bara eins og í lygasögu því ég sjúbbaði niður brekkurnar... nánast eins og að drekka vatn!! OK búin að montast í því..

Nú þegar heim var komið, mætti ég norður og beint á tónleika hjá Tónlistarskólanum í tilefni af 60 ára afmæli skólans og það var mjög skemmtilegt og vel heppnað.
Í gær skrapp ég á skíði, smá munur á Hlíðarfjalli og Sölden híhí og síðan voru étnar nokkrar sveittar bollur og að lokum skondrast í ræktina!! Já María Vilborg er búin að kaupa sér kort í ræktina.. nú þýðir ekkert slen!! Vaknaði galvösk í morgun kl 06:00 og rauk út og beint á hlaupabrettið og svo í tæki.. úúffff veit ekki hvaðan þessi sprengja kom en ég er alveg að fíla þetta í tætlur!! Lilja og Sigga eru líka - nauðsynlegt að hafa hvetjara með því annars myndi ég aldrei - aldrei endast í þessu híhí!

Jæja best að fara græja gallann fyrir morgundaginn... eða kannski að sprengja mallann út með saltketi og baunum ;-)

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Ég er...



Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.


Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.



Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.



Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?

laugardagur, febrúar 11, 2006

vika í skíðaferðina!!!

... og ég get varla beðið eftir því að fara!!! Sama fílingur í gangi og þegar jólin nálgast svei mér þá !! Nú þarf ég að skipuleggja kennsluna fyrir afleysingakennarann minn hann Heimi, hehehe hann á vonandi eftir að skemmta sér.

Fór í borgina um síðustu helgi í raddbandamyndatöku - skondið atvik þar sem pinna er stungið langt ofan í kok og læknirinn heldur í tunguna og ég átti að gefa frá mér alls konar óhljóð hahaha mér fannst þetta mjög fyndið. Síðan er magnað að horfa á raddböndin mín á videoi - já hvar værum við ef tæknin væri ekki til staðar - ja maður spyr sig!! Fékk eina bestu máltíð sem ég hef smakkað lengi á laugardagskvöldið, lenti nefnilega í villibráðahlaðborði í fjölskylduboði.... vá hvað það var gott - humar í forrétt og síðan var önd, gæs, rjúpa og hreindýr - gerist það mikið betra ? Svei mér þá ég held ekki..

Nú áfram hélt átið því það var skírn hjá litlu frænku minni á sunnudeginum... eins gott að ég er ekki í danska kúrnum.. ég hefði ekki meikað að halda þeim sjálfsaga sem þarf - nei of mikill sælkeri!!!

Jæja hér er bara skortur á snjó.. ég ætlaði að vera svoleiðis búin að æfa mig á brettið en hef einungis komist tvisvar sinnum.. ekki nógu gott. Ég verð bara að halda dagdraumum áfram.

Hilsen...