Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

föstudagur, nóvember 21, 2003

skrambinn!!! Nú langar mig baaaaara að fara aftur til Vínar!! Melina, vinkona frá Spáni, hringdi í mig fyrir nokkrum dögum og við vorum auðvitað að rifja upp Vínarfílinginn og svo er ég búin að vera segja fullt af Vínarsögum undanfarið því það eru þrjú að fara úr HA í jan og mig langar með!!!! snökt! Við Magga látum okkur nú dreyma um að fara kannski út í páskafríinu því þá ætlar Keisuke (frá Japan) sem er núna í UK að fara til Vínar og því væri algjör snilld að skreppa og búa til eitt gott reunion þar með honum og Helgu og svo hitta 'Óla, Ella og Sæunni sem eru á leiðinni út ;-).
Já svei mér... líst bara vel á það plan! Ég er handviss um að lokaritgerðin gengur bara betur á eftir stutta ferð hehehehe.
Fór áðan og keypti mér jólabjór (bara af því það voru svo flottar umbúðir) og rauðvín, ætlaði sko bara að kaupa rauðvín til að sötra yfir ritgerð...þarf sko að eyða helginni í ritgerðasmíðar og því tilvalið að hafa það huggulegt með rauðvín og kertaljós. Jájá maður verður nú að hafa það náðugt í skólanum sko!!
Jæja ég ætla að fara koma mér heim og finna mér e-ð til að borða... hmmmm ekkert gott í ísskápnum.... finn útúr því..... Góða helgi annars :-)..............

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

vííííí strumparnir í HA hafa náð áttum!! Píanóið er alveg að koma í Þingvallastræti og þá er loksins hægt að nota það :-) trallallæ... Stundum er nú bara ágætt að vera frekur hehehehe. Var í stæ áðan en fékk snert af athyglisbresti svei mér þá, en ég fór semsagt aðeins úr tímanum bara svona í smá chill og þá datt mér allt í einu í hug að skrá mig í ítölsku fyrir næstu önn!! Það er örugglega gaman :-) Miklu skemmtilegra að hugsa um það heldur en stæ hehehe. Er nú alltaf að hugsa um stæið sko, og þess vegna bara fínt að chilla aðeins í dag. Þetta stæ-próf leggst barasta ágætlega í mig (ok nú er ég að leika svaka Pollýönnuleik!!) Já já það reeeddast konur og menn!!

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Jamm jamm nú fer aldeilis að styttast í jólafríið ;-) Get ekki beðið eftir því en fyrst þarf nú að komast yfir að skila verkefnum og svo að koma sér í prófgírinn!!! Helv.. stærðfræði eina ferðina enn dettur nú alltaf snilldarlagið í hug.. faaaaallinn með 4,9 eitt skelfilega skiptið enn o.s.frv þegar ég hugsa um stærðfræði!!! Lagið er snilld en stæ ekki hehehe

Nú er loksins komið grænt ljós frá strumpunum þarna í HA að leyfa fólki að nota píanóið sem skólinn fékk gefins í fyrra!! Kominn tími til!! Var orðin nett pirruð á essu því það er alveg ljóst að ef þetta hefði verið töluhugbúnaður eða eitthvað svoleiðis, þá væri fyrir löngu síðan farið að nota það og jafnvel þótt mjög mikilvægt fyrir skólann að eiga svoleiðis græjur!! En það er líka þannig með píanóið, það er mitt námsgagn til dæmis... og hananú!!!

well er orðin svöng, verð að redda því og fara svo í tónó