Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

föstudagur, nóvember 21, 2003

skrambinn!!! Nú langar mig baaaaara að fara aftur til Vínar!! Melina, vinkona frá Spáni, hringdi í mig fyrir nokkrum dögum og við vorum auðvitað að rifja upp Vínarfílinginn og svo er ég búin að vera segja fullt af Vínarsögum undanfarið því það eru þrjú að fara úr HA í jan og mig langar með!!!! snökt! Við Magga látum okkur nú dreyma um að fara kannski út í páskafríinu því þá ætlar Keisuke (frá Japan) sem er núna í UK að fara til Vínar og því væri algjör snilld að skreppa og búa til eitt gott reunion þar með honum og Helgu og svo hitta 'Óla, Ella og Sæunni sem eru á leiðinni út ;-).
Já svei mér... líst bara vel á það plan! Ég er handviss um að lokaritgerðin gengur bara betur á eftir stutta ferð hehehehe.
Fór áðan og keypti mér jólabjór (bara af því það voru svo flottar umbúðir) og rauðvín, ætlaði sko bara að kaupa rauðvín til að sötra yfir ritgerð...þarf sko að eyða helginni í ritgerðasmíðar og því tilvalið að hafa það huggulegt með rauðvín og kertaljós. Jájá maður verður nú að hafa það náðugt í skólanum sko!!
Jæja ég ætla að fara koma mér heim og finna mér e-ð til að borða... hmmmm ekkert gott í ísskápnum.... finn útúr því..... Góða helgi annars :-)..............

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home