Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

fimmtudagur, janúar 18, 2007

lífið er ljúft..

Gleðilegt árið 2007!!

Ég byrja nú árið bara með stæl, hef ekki gert neina skandala held ég hehe. Snjórinn lætur heldur betur á sér kræla hér á fróni sem er frábært.. enda er á to do listanum að fjárfesta í árskorti í fjallið fyrir helgi. Ég verð að skella mér í fjallið um helgina og prófa nýja brettið mitt áður en ég skondrast með það til Madonna e viku híhí. Jeminn hvað það verður gaman og gott að komast í frí.
Ég ætla ekki að gera eins og svo margir í bloggheimum að gera annál fyrir 2006.. hreinlega nenni því ekki hehe það má þá frekar gefa fólki nasaþef af því sem ég brasa hér með reglulegum póstum en engu lofa ég samt..
Nýja árið hófst með stæl, mjög svo góðir fyrstu dagar ársins sem og lærdómsríkir ! Fór á Nýársdansleik Tónlistarfélagsins 6.jan og skemmti mér konunglega ásamt mínum dansherra tíhí sem var hissa á öllu umstangi íslendinga í veisluhöldum. hehe en hann skemmti sér konunglega sérstaklega yfir konu einni sem oft er nefnd "Gilitrutt" hér í bæ þar sem hún var sjúk í að fá að dansa við hann gríska dansinn Zorba.. mjög skondið hehe það er mikið búið að grínast með þetta síðan..
Ég er orðin fósturmamma og finnst það mjög gaman... enda um algjöran gullmola að ræða sem er í fóstri hjá mér. Verð í því hlutverki fram á vor.. og hvað tekur við þá er enn ráðgáta - þó verða pottþétt flutningar en hvert er óljóst. En eitt er ljóst að þetta ár á eftir að vera mjög skemmtilegt.. alveg handviss um það ;-)

1 Comments:

  • At 12:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Bara að kvitta fyrir mig! Heyrði að þið mamma hefðuð verið að skipuleggja útskriftina mína í gærkvöldi;) Snilld að þú ætlir að koma!
    kv. Þórhildur

     

Skrifa ummæli

<< Home