Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

miðvikudagur, september 06, 2006

..,_

Jæja ferðabransinn búinn hjá mér í bili og kennsla komin á gott skrið. Ég fer reyndar hægt af stað þar sem ég ligg í flensu síðan á mánudag!! Röddin týnd sem þýðir að minns getur ekkert kennt! Get ekki sagt að mér sé skemmt því það er afskaplega einangrað að vera bara heima hjá sér.. vissulega gefst tími til að hugsa um hitt og þetta og já svei mér ef ég er bara ekki búin að hugsa heilmikið!! hmmmm ég er búin að sofa svo mikið þessa dagana.. ótrúlegt hvað ég hef sofið mikið! eru þetta skilaboð um að slaka á eða ?? nei maður spyr sig.. svo vaknaði ég kl 04:30 í nótt og ekki að sofna aftur!! garrrg hvað er það?? ojæja mín kveikti bara á tölvunni og fór að kjósa Magna í fyrsta skiptið.. það var það eina sem hægt var að gera...guð minn góður hvað fólk er duglegt að nenna þessu - sumir búnir að kjósa amk 1000 sinnum jeminn eini er það ekki nokkrum hunduruðum skiptum of mikið? ég held að ég hafi kannski náð 20 skiptum og þá algjörlega búin að fá nóg. En mér leið vel á eftir, búin að kjósa "Magna okkar" íslendinga þó svo að ég hafi ekki séð flutninginn hans ehehe var sofandi ;-D

Það voru göngur og réttir síðustu helgi.. mikið stuð eins og venjulega, lenti í svaka partý í Skíðadal á laugardagskv. og svo var auðvitað gangnaballið á sunnudagskv. sem gekk ljómandi vel.. allir ánægðir held ég, ballhaldarar og gestir -sem er mjög gott.

ég er á fullu að skipuleggja skíðaferðina mína í vetur, þarf sko að fara smá fjallabaksleið þar sem diskóparið er að fara gifta sig daginn sem á að fara út. Mér finnst það bara æðislegt og ekki mikið mál að fara bara degi seinna í skíðaferðina - það verður örugglega ævintýri hehe

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home