Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

miðvikudagur, desember 27, 2006

Gleðileg jól!!

Gleðileg jól kæru vinir nær og fjær!!! Vona að allir hafi nú haft það gott um jólin og ja hafi það bara sem best áfram ;-) Ég hef haft það mjög gott.. búin að borða, sofa, lesa, syngja, hlægja og njóta þess að vera til um jólin.

Á eftir að fá einn stóóóóóóóóran jólapakka hehe fer og sæki hann á föstudaginn og já, hlakka bara til. Gaman að fá pakka líka á milli jóla og nýárs tíhí.

Um áramótin verð ég með boð..hef ekki enn ákveðið hvað skal snæða en það kemur.. kannski kalkúnn, lambakjöt,svínakjöt, skyr, grjónagrautur sem er saltaður á mínútunni hálf..., spælt egg, kotasæla, cheerios, hafragrautur?? hmmmm mikið um að hugsa.. held að ég spjalli við hina matargestina um valið...

Söng í messu í gær.. gékk fínt - já ég var bara ánægð með mig en mikið rosalega var ég stressuð.. það er þá satt sem sagt er að maður verður oft stressaðri að syngja fyrir fólk sem maður þekkir... ég skalf svoleiðis á beinunum jeminn eini... en það gekk samt vel. Skemmtilegt að syngja í lítilli sveitakirkju við harmóníum undirspil þar sem ýskrar í fótstiginu hehe bara sjarmerandi.

best að fara á vit nýrra ævintýra....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home