Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

sunnudagur, nóvember 07, 2004

letilíf...

Vá hvað ég nenni ekki neinu í dag, enda er sunnudagur og þá reyni ég að gera ekki neitt. Er í dag að hlaða batteríin fyrir komandi vinnuviku, sem kannski verður ekki svo strembin þar sem stefnir allt í verkfall á ný! Æi vona auðvitað að þetta verði nú ekki langt verkfall en ég get ekkert gert nema að bíða og sjá.

Lenti á svakalegu tjútti á föstudaginn..Café Karólína var með opið hús, drykkir í boði og svaka stuð. Það var verið að halda upp á eigendaskiptin, Viggi og Magni búnir að selja og voru að bjóða Einar, nýja eigandann velkominn. Það var rosalega gaman að hitta allt liðið, gamalt staff, fastakúnna og alla hina hehe. Ósköpin enduðu síðan á Kaffi Ak. og síðan á viðbjóðslegustu samloku sem ég hef smakkað, ógeðslega mikið mayonesdrulla og sveittar franskar á milli.. ég bara kom þessu ekki niður. Gærdagurinn var líka eftir því..ansi rykug í röddinni en ég þurfti nú ekkert að nota hana heldur, sem betur fer. Fór samt í tónó að fylgjast með master class hjá Diddú... rosalega væri ég til í tíma hjá henni, hún er alveg frábær!!

ætla að fara og skella í eins og eina vél.. svona til að afreka eitthvað í dag hehehe.... og horfa síðan á Kroniken á ruv í kvöld!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home