Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

sunnudagur, apríl 24, 2005

dærærææ

Jæja er aldeilis búin að hlaða batteríin í dag... búin að sofa nánast í allan dag!!!! Fór reyndar að sofa um hálf átta hehe sökum lokapartýs í óperudeildinni.. já sorglegt að vera hætt að sýna Töfraflautuna, þetta var rosalega gaman. Mikil vinna á bak við allt en alveg þess virði! Svo er það baráttan við lokaverkefnið... er búin að vera vinna í því samhliða sem hefur þýtt margar andvökunæturnar, sólarhringurinn aðeins of stuttur fyrir þetta allt þannig að það var ljúft að liggja í leti í dag!!

Á síðustu sýningunni í gær troðfylltum við Ketilhús eins mikið og við gátum komið stólum fyrir enda var röð út á götu!!! Frábært að hafa alltaf nánast fullt á sýningar en sorglegt að hugsa til þess að Akureyrarbær eða strumparnir sem telja sig stjórna honum... eru næstum því að tryggja að óperudeildin geti ekki starfað á næsta ári þar sem fólk eldra en 21 árs þarf að borga 400.000 kr í skólagjöld í tónlistarskólann!!! Hvaða heilvita maður getur gert það sisvona?? Menn eru ekki alveg að hugsa málið á raunhæfan hátt og þetta verður til þess að allir hætta í námi þar sem ég get ekki ímyndað mér að fólk borgi svona fúlgur!! Akureyri - öll lífsins gæði!! það held ég ekki!! Ekki nóg með að skólagjöldin hækki, þá ákveða þeir líka að skera niður í skólanum og segja upp 4 stöðum við skólann og þá á Akureyrarbær eftir að missa mjög svo hæfileikaríkt tónlistarfólk úr bænum! Stundum er fólk fífl!!

Jæja nóg um það ... kominn tími á meira chill..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home