Halló halló halló!!

"Það var sagt að það væri show!!!"

föstudagur, mars 05, 2004

Tíminn líður trúðu mér

Vá hvað tíminn líður!! Er ekki að ná því að fyrir viku síðan var ég í borginni, finnst eins og það hafi verið í gær.. og þess vegna ekkert búin að blogga hehehe var þessi ekki góður?
Ég semsagt fór til borgar Davíðs ásamt Kór Glerárkirkju til að syngja og tjútta og það var barasta alveg dillandi stuð. Stíf dagskrá en gaman. Ég ákvað síðan að framlengja dvöl minni í borginni og átti bókað flug á þriðjudag, notaði tímann til að skoða KHÍ og svona.. en þegar minns ætlaði síðan að fljúga heim var komið alveg dýrvitlaust veður en það var barist við storminn og flogið af stað. Eftir nokkurra mínútna flug kom þessi líka skellurinn á vélina.....og hvað haldiði.... það réðst elding á flugvélina!!!! 'Eg sat í sakleysi mínu að lesa moggann og vissi ekki alveg hvað var að gerast þarna, vængurinn var bara eins og fjólublátt ljós við barinn sko!! Flestir tóku þessu nú með rólegum fíling en við urðum að snúa við. Þegar við vorum komin til baka var farþegum smalað saman í eitt herbergi og þar boðið upp á "áfallahjálp" og útskýringar á hvað hefði komið fyrir. Ég þakka nú guði fyrir það að vera ekki flughrædd því þarna var verið að segja að það hefði komið gat á nefið á flugvelinni, mér fannst það kannski ekki alveg rétt að treatmenta fólkið þannig en ég græddi nú drykk og köku út á þetta allt saman svona til að hafa alla farþega góða var öllum boðið á teríuna.

Hmm svo er það bara brasið hér í skólanum eins og venjulega, endalausar skriftir nú og svo árshátíð á morgun! Það verður nú stuð. Jæja nú er best að fara raða bókum og drífa sig heim í tiltekt...party á morgun ;-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home